Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 48
46
Armann Jakobsson
frelsishetja heldur dæmigerður framapotari sinnar aldar. Ég tel engan vafa leika á
því að þetta sé rétt enda ræðst höfundarafstaða hans í Islendinga sögu og Hákonar
sögu öðrum þræði af því að hann er fulltrúi nýs kerfis, hins norska konungsveldis,
og sem slíkur fellir hann, í gegnum frásögn sína, dóm yfir hinu gamla sem hafði
leitt af sér sundrungu og ófrið. Hefur það eflaust verið honum erfitt verk þar sem
hann var sjálfur afsprengi þjóðveldisins.
Fræðimenn hafa lengi deilt um orsakir þess að Noregskonungur kom Islandi
undir sig. Jón Þorkelsson varð fyrstur manna til að benda á að um ættjarðarást
hafi varla verið að ræða á þeim tíma.23 Einar Arnórsson, Konrad Maurer og Knud
Berlin töldu höfuðástæðuna þróun goðaveldisins sem hefði raskað jafnvægi
stjórnskipunarinnar24 en Berlin taldi einnig að Island hefði aldrei getað staðið á
eigin fótum fjárhagslega þótt ekki væri af öðrum ástæðum en timburleysi til
skipasmíða. Hann benti líka á að íslenska kirkjan hafi lengi heyrt undir þá
norsku.25 Aðrir hafa bent á hirðmennsku Islendinga, m.a. Maurer, Berlin og Jón
Jóhannesson.26 Alsiða var að gera ráð fyrir að Islendingar hefðu gert sáttmálann
við Noregskonung nauðbeygðir uns Sigurður Líndal benti á að þegar á 12. öld
hafi íslendingar sætt sig við erlend áhrif hér á landi með því að viðurkenna yfirvald
erkibyskupsins í Niðarósi yfir íslenskri kirkju.27 Þessi viðurkenning hafi náð
hámarki árið 1238 þegar erkibyskupinn hafði vilja Islendinga að engu og skipaði
norska byskupa í stað Magnúsar Gissurarsonar og Guðmundar Arasonar. Sigurður
tekur sérstaklega til að Islendingar hafi aldrei reynt að fá erkibyskupsstól inn í
landið. A 13. öld hafi nær allir þeir höfðingjar eða höfðingjasynir sem fóru til
Noregs gerst hirðmenn konungs þannig að Sturla Þórðarson geti þess sérstaklega
að Kolbeinn ungihafi ekki gerst handgenginn konungi í utanförsinni 1235-1236
(372). Ef litið er til þeirrar myndar sem dregin er af Kolbeini í sögunni er Iíklegt
að Sturla telji fremur ámælisvert en hrósvert að vera ekki hirðmaður konungs. Að
auki bendir Sigurður á að það hafið orðið að venju að skjóta málum höfðingja til
konungs þar sem enginn íslenskur dómstóll virtist ráða við þau.
í framhaldi af þessu tvennu telur Sigurður nærtækast að spyrja hvort það hafi
raunverulega verið stefna Islendinga að vera sjálfstæð þjóð eða að viðhalda
sjálfstæðu og fullvalda ríki. A miðöldum hafi þrjú öfl unnið gegn sjálfstæði eða
fullveldi einstakra ríkja, þ.e. kirkjan, hið heilaga rómverska ríki og lénsskipulagið.
Ahrif kirkjunnar leiddu m.a. til þess að konungar létu krýna sig til að festa sig í
23 Jón Þorkelsson, Æfisaga Gizurar Þorvaldssonar, Reykjavík, 1868, bls. 124-125
24 Einar Arnórsson, Ríkisréttindi íslands, Reykjavík, 1908, bls. 160-161; Konrad Maurer, „Das
Staatsrecht des islandschen Freistaates," Vorlesungen iiber Altnordische Rechtsgeschichte, IV,
Leipzig, 1909, bls. 20-35 og Knud Berlin, Islands statsretslige Stilling ejter Fristatstidens Ophör,
Kaupmannahöfn, 1909, bls. 23-29. Undir þetta er tekið í Noregssögu Andreas Holmen og
Magnus Jensen (Norges Historie, I, Oslo, 1949, bls. 381-3).
Berlin, Islands statsretslige Stilling, bls. 23-29. Undir þetta tóku Erik Arup (Danmarks Historie,
II, Kaupmannahöfn, 1932, bls. 161) og Holmen og Jensen (Norges Historie, I, bls. 382).
26 Maurer, „Das Staatsrecht", bls. 20-35; Berlin, Islands statsretslige Stilling, bls. 23-29; Jón
Jóhannesson, íslendinga saga, I, Reykjavík, 1956, bls. 331-332.
22 Sigurður Líndal, „Utanríkisstefna fslendinga á 13. öld,“ Úlfljótur, 18.1, 1964, bls. 12-28.