Skáldskaparmál - 01.01.1994, Qupperneq 51
Sannyrði sverða
49
raunar af alls kyns tuggum og frásagnarformúlum í mun ríkari mæli en lýsingar
Islendinga sögu en það sem hér verður dregið fram er að þær minna oíf fremur á
leik en alvöru, skuggahliðar ófriðarins eru síður dregnar upp en í íslendinga sögu,
vopn kappanna eru glæsilegri, afstaðan til dauðans er önnur og sjónarhornið á
vígin er annað.
1. Leikur jafningja
Bardagar í íslendingasögum minna oft fremur á kappleik en dauðans alvöru.
Eigast þar oftast jafningjar við nema að hetjan fær stundum að berjast við ofurefli
eða forynjur. Lítil áhersla er á óhugnað ofbeldisins. Hin dæmigerða bardagalýsing
gæti verið á þessa leið:
hljóp Haukur af baki og lagði til Arnkels með spjóti, kom það í skjöldinn og varð hann
eigi sár. Þá hljóp Arnkell af baki og lagði til Hauks með spjóti og kom það á hann
miðjan og fell hann þar sem nú heitir Hauksá.38
Hér eru jafningjar að berjast, einn vegur að öðrum en særir ekki, hinum gengur
betur. Hér er ekki verið að vega að vopnlausum manni eða óviðbúnum, hvað þá
konu, barni eða gamalmenni. Sárum er ekki lýst og lesandinn fær enga tilfmningu
fýrir líðan hins vegna. Sagt er frá á algerlega hlutlægan hátt og hvergi dvalið við
smáatriði, nema að víg Hauks er notað til að útskýra örnefnið Hauksá.
Hólmgöngur eru tíðar39 og gefa bardögum íþróttablæ. Þar má nefna hólm-
göngu Gunnlaugs og Hrafns í Gunnlaugs sögu sem svo er lýst: „Og þá börðust
þeir tveir með stórum höggum og öruggum atgangi er hvor veitti öðrum og sóttust
einart í ákafa.“ (Gunnlaugs saga, IF, III, 102) í bardögum erlendis er yfirbragð
íþróttakappleiksins enn sterkara. Þar má minna á samræður Þorsteins svörfuðar
og víkingsins Ljóts í Svarfdæla sögu sem gefa ekkert annað til kynna en að
kapparnir séu að leika sér og bardaginn, þar sem áhersla er lögð á að báðir aðilar
hafi jafnmörg skip, á meira sameiginlegt með burtreiðum en Örlygsstaðabardaga
(Svarfdæla saga, ÍF, IX, 136-137). Kári Sölmundarson virðist líta þetta svipuðum
augum þegar hann spyr: „Hverjir eiga hér leik svo ójafnan?“ (Brennu-Njáls saga,
IF, XII, 203) Þessir bardagar eru leikur að dauðanum. Drengskapur er í hávegum
hafður og alltítt að menn séu sagðir verjast „vel og drengilega.“40
skáldsögu (The Dialogic Imagination. FourEssays, Michael Holroyd og Caryl Emerson þýddu á
ensku, Austin, 1981, bls. 13-31) vísar epísk saga til fom'ðar en skáldsagan til nútíðar og
framtíðar. Ef henni er fylgt út í ystu æsar teljast Islendingasögurnar vera epískari en Sturlunga
sem er ekki jafnfráleitt og e.t.v. virðist við fyrstu sýn þar sem Sturlunga felur eins og önnur
sagnfræðirit bæði í sér endurmat fortíðar og samtímalega skírskotun. Stephen A. Mitchell (Heroic
Sagas andBallads, Ithaca, 1991, bls. 13-32) telur muninn á Islendingasögum og Sturlungu felast
í mismunandi afstöðu til hefðarinnar en sá mismunur gæti einmitt staíað af ólíkum sögutíma.
38 Eyrbyggja saga (íslenzk fomrit, IV), bls. 96. Hér og framvegis verður vitnað (í meginmáli) í
íslendingasagnaútgáfu Hins íslenzka fornritafélags (skst. ÍF).
39 Þær eru sextán ef miðað er við atriðaskrá Islendinga sagna Svarts á hvítu (Reykjavík, 1987, bls.
xix-xx) en fleiri bardagar en þar em taldir milli tveggja einstaklinga minna talsvert á hólmgöngur.
/,(l Að „verjast vel og drengilega" er ein af þessum frásagnarformúlum sem áður voru nefndar.