Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 53

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 53
Sannyrði sverða 51 verið drepnir í kirkjugarði og að blóð hrjóti á kirkjuna og sýnir ofbeldisverkin sem vanhelgun á guðshúsi. Ennfremur dregur hann gjarnan fram æsku sumra fórnar- lamba ófriðarins með notkun orða eins og „sveinn“ og elli öldunga. í íslendinga sögu er algengt að mönnum sé komið að óvörum og þeir brytjaðir niður, jafnvel í rekkju sinni. Menn Sturlu Sighvatssonar ráðast að mönnum Órækju þar sem þeir sofa í tjaldi sínu en draga þá út sem eftir lifa og höggva (379). Höfðingjar þessa tíma hika ekki við að vega að særðum mönnum. Dæmi um það er víg Odds Alasonar og „mæltist það illa fyrir.“ (354) Friðhelgi heimilisins erhvað eftir annað virt að vettugi og kirkjugrið að engu höfð. Þegar í fyrstu köflum Islendinga sögu er sagt frá manni sem var veginn „eftir messu í stofu inni.“ (183) Af ótalmörgum öðrum dæmum má nefna að eftir Örlygsstaðafúnd hóta Gissur og Kolbeinn að brenna kirkjuna á Miklabæ ef þeir sem þar voru inni gengju ekki út og dæmi eru um að prestar séu drepnir. Hólmgöngur þekkjast ekki í íslendinga sögu og sjaldgæft má heita að menn falli beinlínis í bardögum, hvað þá eftir frækilega vörn, en því algengara að þeir séu teknir af lífi á eftir. Þar má nefna aftöku Kálfs Guttormssonar (356—7) og þeirra Maga-Bjarnar og Þorkels Eyvindarsonar (370) auk þeirra sem getið verður hér að aftan. Það hefur engan veginn sömu áhrif þegar menn eru felldir eftir frækilega vörn og þegar þeir eru látnir leggjast á jörðina og síðan höggnir. Þá eru menn sviptir tækifæri til að verja sig og lítillækkaðir í dauðanum. íslendingasagna- hetjur eru sjaldnast teknar af lífi.451 versta falli eru þær brenndar inni en yfirleitt auka þær á hetjuskap sinn í dauðanum og taka einhverja af banamönnum sínum með sér. Hetjan deyr standandi. Sá sem tekinn er af lífi deyr liggjandi. Af þessum sökum hljóta aftökur að verða til þess að vekja viðbjóð. Þær eru sæmd og drengskap óviðkomandi. Aftökur íslendinga sögu vekja því aðra tilfinningu fyrir dauðanum en fall Gunnars á Hlíðarenda og Gísla Súrssonar eftir frækilega vörn. 2. Vopn bíta vel Annað sem einkennir bardagalýsingar íslendingasagnanna er virðing sú sem sögurnar bera fyrir hetjum sínum.46 Vopn hetjanna eru glæsileg og bíta vel. Sögumenn hæðast að jafnaði ekki að hetjum sínum. í heimi hetjuskaparins eiga ryðgaðar axir hvergi heima. Glæsilegri hetju hæfir glæsilegt vopn.'*7 Afleiðingin er það sem Richard Allen kallaði: „idealized battle scenes where blows are delivered once and for all and men bite the dust cleanly, often with an appropriate quip.“48 45 Víg Grettis og Illuga (Grettis saga, ÍF, VII, bls. 258-263) er frægasta undantekningin frá þessu. 46 Til eru undantekningar, s.s. Hávarðar saga (Halldór Guðmundsson, „Skáldsöguvitund í íslend- ingasögum," Skáldskaparmál, 1, 1990, bls. 68-71) og Helga Kress telur hið sama gilda um lýsingu Þorgeirs Hávarssonar I Fóstbræðra sögu („Bróklindi Falgeirs. Fóstbræðra saga og hláturmenning miðalda," Skímir, 161, 1987, bls. 275-276 og 278-279 og 282-284). Einnig má benda á hina tvíræðu höfundarafstöðu sögumanns Egils sögu sem er ófeiminn við að gera grín að hetju sinni þó að hann kasti hvergi rýrð á dáðir hennar. 47 Þá sjaldan að sverðin bíta illa hefur það ákveðinn tilgang. Þegar Björn Hítdælakappi og Kjartan Ólafsson eru með léleg sverð í bardaga er t.d. verið að auka á hetjuskap þeirra. 48 Richard Allen, Fire and Iron. CriticalApproaches to Njáls saga, Pittsburgh, 1971, bls. 60.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Skáldskaparmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.