Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 54
52
Ármann Jakobsson
Það mundi æra óstöðugan ef ég færi hér að þylja upp öll þau dæmi sem finna
má í íslendingasögum um nánast ofurmannleg afrek helstu garpa þeirra á vígvell-
inum. Egill Skallagrímsson lætur sig ekki muna um það í orustunni á Vínheiði
að leggja spjóti sínu „fyrir brjóst jarlinum, í gegnum brynjuna og búkinn, svo að
út gekk um herðarnar og hóf hann upp á kesjunni yfir höfuð sér og skaut niður
spjótshalanum í jörðina en jarlinn sæfðist áspjótinu*. Síðar í sögunni berst hann
einn við 15 menn og fellir 11 (Egils saga, ÍF, II, 138 og 236). Björn Hítdælakappi
er síst aumari. í sögu sinni hefiir hann flugumann erkióvinar síns, Þórðar
Kolbeinssonar, upp með höndunum, keyrir hann niður og kyrkir hann. Hann er
líka einn af þeim görpum sem er svo sterkur og viðbragðsfljótur að hann getur
gripið spjót á lofti, tvíhent það aftur til þess sem skaut og fellt hann (Bjarnar saga,
ÍF, III, 166 og 200),49 En svo hefur kröftum manna farið aftur síðan að hann yrði
öruggur Ólympíumeistari á þessu bragði nú, svo fremi sem engin önnur Islend-
ingasagnahetja væri skráð í keppnina.
En það er fleira sem tíðkast í íslendingasögum en spjótsbragðið. Hraustir menn
með góð sverð fara létt með að koma höggi á menn „fyrir ofan mjaðmir og tók
manninn í sundur í miðju.“50 Sverðin geta klofið hausa, jafnvel niður í jaxla
(Eyrbyggja saga, ÍF, IV, 37; Grettis saga, ÍF, VII, 273; Brennu-Njáls saga, ÍF, XII,
233), klofið menn í herðar niður (Laxdæla, IF, V, 167; Grettis saga, IF, VII,
196-197; Gísla saga, ÍF, VI, 113) og jafnvel allt til beltisstaðar". (Gísla saga; ÍF,
VI, 115; Harðar saga, ÍF, XIII, 86). Enn aðrir renna sér fótskriðu eftir fönn eða
ísi lagðri á til þess að kljúfa menn í herðar niður ellegar höggva á hol.51 Enda þótt
höfuðbein manna væru síst þynnri þá en nú (a.m.k. Egils Skallagrímssonar) fara
kappinn Þorgeir Hávarsson og svarabróðir hans létt með að kljúfa „hausinn
allan.“(Fóstbræðra saga, 180 og 239) Ekki þykir merkilegt að höggva af mönnum
höfuðið í einu höggi nema að það sé gert svo hratt að höfuðið tali meðan það
flýgur af hálsinum.52 Það er ekkert lágkúrulegt við þessi vígaferli. Þetta eru tímar
mikilla kappa og höfundar íslendingasagnanna gera hlut þeirra sem mestan en
draga hvergi úr. Því beittari sem vopnin eru, því meiri eru hetjurnar. Þannig má
segja að hetjuskapurinn birtist hvergi skýrar en í orðum Grettis Ásmundssonar
að „frjálsmannlegra væri nú að höggva sem stærst heldur en berjast með stöfum
sem förumenn."53
Mestur allra kappa íslendingasagnanna er þó Gunnar á Hlíðarenda og hans
49 Gísli Súrsson gerir þetta líka (Gísla saga, ÍF, VI, bls. 65).
90 Eyrbyggja saga, IF, IV, bls. 128. Einnig: Laxdæla saga, ÍF, V, bls. 193; Grettis saga, ÍF, VII, bls.
196; Vatnsdælasaga, ÍF, VIII, bls. 106; Gíslasaga, ÍF, VI, bls. 112; Harðar saga, IF, XIII, bls. 87.
51 Þorgeir Hávarsson (Fóstbræðra saga, ÍF, VI, bls. 146) og Skarphéðinn (Brennu-Njáls saga, ÍF,
XII, bls. 233).
92 Frægustu talandi höfúð íslendingasagnanna tilheyra Þorgísli Höllusyni (Laxdæla sögu, ÍF, V,
bls. 199) og brennumanninum Koli Þorsteinssyni (Brennu-Njáls sögu, ÍF, XII, bls. 461). Þeir
eru báðir að telja silfur þegar þeir eru skyndilega gerðir höfðinu styttri; hefúr sú iðja væntanlega
talist með áhættusamari störfúm.
93 Grettis saga, ÍF, VIII, bls. 103. Skarphéðinn Njálsson tekur undirþetta sjónarmið: „Leiðist mér
þóf þetta og er mildu drengilegra að menn vegist með vopnurn." (Brennu-Njáls saga, ÍF, XII,
bls. 151).