Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 58
56 Ármann Jakobsson
ofbeldisverk. Og segja má að alla tíð síðan hafi hetjuskapur íslendinga einkum
falist í þessu, að mæta dauðanum með bros á vör og kasta fram kviðlingum.
4. Sjónarhorn
Að lokum er dregið fram það einkenni bardagalýsinga íslendingasagna sem er
jafnframt hið mikilvægasta fynr þessa rannsókn. Sjónarhorn í bardögum er ávallt
hjá vegendum en ekki fórnarlömbum nema þegar um er að ræða fall hetjunnar
sjálfrar en raunar er hetjan þá yfirleitt ekki síður í hlutverki veganda en fórnar-
lambs því að hún tekur oftast marga af andstæðingum sínum með sér í dauðann.
I íslendingasögum er alla jafna ekki dvalið við þá sem vegnir eru eða dauða þeirra
heldur sagt frá vígaferlum eins og um sjálfsagðan hlut sé að ræða. Gott dæmi um
þetta eru herferðir Þórólfs Kveld-Ulfssonar í Egils sögu en hann drepur alls um
hundrað menn „svo að engi komst undan“ í örfáum setningum og þykir hvorki
Þórólfi né sögumanni mikið til um, hvað þá að hann fari að velta sér upp úr
örlögum mannanna sem Þórólfur brytjar niður eða fjölskyldna þeirra (Egils saga,
ÍF, II, 28. Nákvæmlega sama viðhorf sést t.a. m. í Harðar sögu, ÍF, XIII, 47-48).
Flestar bardagalýsingar í íslendingasögum eru stuttar og hnitmiðaðar. Það er
helst þegar tíunda á vígstyrk hetjunnar að þær taka að lengjast en þá er heldur
ekkert dregið undan, eins og áðurnefnd dæmi úr Brennu-Njáls sögu sýndu. Afar
sjaldgæft er hins vegar að dvalið sé hjá þeim sem verða fyrir hryðjuverkum. Til að
mynda er hvert mannsbarn í Örnólfsdal brennt inni á fáeinum línum. Aðrar
lýsingar á ofbeldisverkum í Hænsa-Þóris sögu sýna gjörla hversu hnitmiðaðar
bardagalýsingar fslendingasagna geta orðið. Víg Hænsa-Þóris sjálfs er t.d. afgreitt
á þennan hátt: „þeir Hersteinn taka þessa [12] menn höndum og drepa; heggur
Hersteinn sjálfur höfuð af Þóri og hefir með sér“ (Hænsa-Þóris saga, ÍF, III, 24
og 41). Er Þórir þó ótvírætt fúlmenni sögunnar og önnur aðalpersóna. Þannig
eru flestar bardagalýsingar í íslendingasögum. Þar eru notaðar formúlufrásagnir
eins og „lýkur svo að Ari fellur og lætur líf sitt“ (Gísla saga, ÍF, VI, 4), „hefir hann
skjót málalok, heggur af honum höfúð, sagði síðan föður sínum“ (Víga-Glúms
saga, ÍF, IX, 61) og „Ieiddu þeir hann upp í skarðið — það heitir nú Egilsskarð,
— og drápu hann þar.“(Eyrbyggja saga, ÍF, IV, 118) Sjálf vígin virðast algjört
aukaatriði en mestu púðri er eytt í að segja frá örnefnum og öðru smálegu. Þessi
orðfæð hefur þau áhrif að frásögnin er kuldalegri og enga samúð að finna með
þeim sem eru drepnir.
í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar er þessu þveröfúgt farið. Athyglin í
bardagalýsingum beinist þar jafnan að þeim sem bíður ósigur og er drepinn.63 Það
hefur í för með sér að samúð sögunnar beinist ekki að ákveðnum persónum heldur
er sjónarhornið ávallt hjá þeim sem eru undir, fórnarlömbum langvarandi ofbeldis
og hernaðar Sturlungaaldar. Sjónarhornið hefúr færst frá gerandanum til þoland-
ans, frá vegandanum til þess sem veginn er. Þannig er eðlismunur á bardagalýs-
63 Sbr. Gunnar Karlsson, „Siðamat íslendinga sögu“ og „The Ethics of Icelandic Saga Authors and
their Contemporaries" (The Sixth Intemational Saga Conference 28/7-2/8 1985) og Guðrún
Nordal, „Eitt sinn skal hverr deyja“.