Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 65
Sannyrði sverða
63
húsfreyju, móður Solveigar, sem segist hyggja „að til meira dragi um yður skipti
áður létti en þótt þér hafið hér unnið á konum og verkmönnum." (312) Þessi orð
gömlu konunnar eru harður áfellisdómur sem sagan sjálf tekur undir með frásögn
sinni.
Viðskilnaður Vatnsfirðinga er ófagur. Aður en þeir fara ræna þeir „því er þeir
komu höndum á“ og Þórður Vatnsfirðingur sér ástæðu til að ganga aftur í stofii
og taka svo til orða: „Þeir tveir hlutir hafa orðið annan veg en eg ætlaði er eg fann
eigi Sturlu en sá annar er þú ert eftir Solveig, og eigi mundi það vera ef mætti með
þig komast.“ (328) Þetta hlýtur að teljast fremur óheppileg stund til að koma með
ástarjátningu af þessu tagi og kemur ekki á óvart að „engar vináttukveðjur“ hafi
verið að skilnaði.71
Frásögninni lýkur á upptalningu á sárum og föllnum. Þeir eru fimmtán, þar af
sex konur. Þar á meðal er Þorbjörg ysja, kerlingarhró eitt, og þótti mönnum lítið
þrekvirki að hafa banað henni, eins og sést á fjórum vísum sem ortar eru
Vatnsfirðingum til háðungar eftir þennan atburð.72 Síðan ber sagnaritarinn saman
hýbýli á Sauðafelli fyrir og eftir þessa innrás á heimili frænda síns og hamrar þannig
enn og aftur á því að hér hafi friðhelgi heimilisins verið rofin. Við gefiim Sturlu
orðið:
Það var mælt að þeirra híbýla væri mestur munur hversu gnógleg voru og góð fyrir klæða
sakir og annars áður þeir komu um nóttina og hversu órækileg og fátæk voru er þeir
fóru á brott. Flaut blóð um öll hús en niður var steypt drykk öllum og spillt öllu því er
þeir máttu eigi með komast. (329)
Það þarf mikið til að jafn hófsamur sagnaritari og Sturla segi að blóð fljóti um öll
hús. En í þessari lýsingu er ekkert dregið undan. Hinni grimmdarlegu árás
vígamannanna á konur, börn og húskarla er lýst í smáatriðum þannig að þeir sem
á hlýða geti fellt dóm sinn. Og hann getur bara orðið á einn veg.
7. Fall Vatnsfirðinga
Þegar litið er til þess hve algjör fordæming sögunnar á Sauðafellsför er hlýtur að
vera forvitnilegt hvernig hefndinni er lýst. í lýsingu Sturlu Þórðarsonar á Sauða-
fellsför gætir lítillar samúðar með Vatnsfirðingum. Að öllu jöfnu hefði því ekki
mátt búast við að lýsing hans á falli þeirra bræðra einkenndist af mikilli hlýju í
þeirra garð. En þar er öðru nær. Frásögnin af falli Vatnsfirðinga (335-343) er
óvenju ýtarleg. Af því má ráða að Sturla Þórðarson telji þennan atburð hafa mikið
gildi fyrir sögu sína. En í hverju felst gildi þessarar frásagnar? Ur því fæst ekki
skorið nema hún sé grannskoðuð. Robert J. Glendinning og Ulfar Bragason hafa
71 Sbr. Jón Thor Haraldsson, „Hugdetta um Solveigu Sæmundsdóttur,“ Saga, 18, 1980, bls.
287-288.
72 Þar má nefna vísu Orms Svínfellings sem hefst svo: „Mikil vas ös þá er Ysju / aldrtjón buðu
ljónar. / Sárs ruðu seggir dreyra / svell áðr Þorbjörg felli“ og vísu Árna Magnússonar sem í segir:
„Öld hefir Ysju fellda / óframlega gamla“ (317).