Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 75
Sannyrði sverða
73
Sigvarður hafi áður í þessari sömu frásögn lýst Sturlu sjálfan í bann. Þessir atburðir
eru löngu liðnir þegar íslendinga saga er færð í letur. Eftir allan þennan tíma er
það annað sem skiptir máli.
10. Flugumýrarbrenna
Athyglisvert er að Sturla Þórðarson firrir sig ábyrgð á dauða Klængs Bjarnarsonar,
eftir að hafa áður lýst af stakri nákvæmni misþyrmingum þeim sem Klængur hafði
í frammi á líki Sturlu Sighvatssonar.90 Enn furðulegri hlýtur þó að vera frásögn
Sturlu af Flugumýrarbrennu (633-642) enda taldi Björn M. Ólsen að sú frásögn
gæti ekki verið eftir hann. En nú eru málsatvik önnur. Flugumýrarbrenna kemur
í kjölfar sáttargerðar þeirra Sturlu. Nýlokið er brúðkaupsveislu á Flugumýri. Þar
er gleði mikil og „hin besta veisla“. (632). Gissur flytur ræðu þar sem hann leggur
áherslu á sættir og góðan hug á milli allra sem þar eru. Eftirminnilegur er þáttur
Hrafns Oddssonar sem veit af fyrirhugaðri brennu en segir Gissuri ekki frá.
Dregin er upp mynd af þeim ísleifi Gissurarsyni sem „drukku af einu silfúrkeri
og minntust við jafnan um daginn er hvor drakk til annars." (632) Hrafn gerir
veikburða tilraunir til að vara Gissur við en samkvæmt frásögn Sturlu verður hann
meðsekur í þessu ódæðisverki með þögn sinni. Síðan ríða þeir á braut, hann og
Sturla og segir sagnaritarinn um sjálfan sig: „skildu þeir Gissur með blíðu mikilli."
(633)
Stutt verður milli gleði og sorgar. Líkt og fall Vatnsfirðinga og Örlygsstaðabar-
dagi hefúr Flugumýrarbrenna verið undirbúin rækilega í sögunni og kemur því
lesendum ekki á óvart. Sú vitneskja veitir gleðinni á undan harmrænan blæ. Hér
er að skella á ein mesta ógæfa aldarinnar. Harmleikur sem á sér einna helst
hliðstæðu í örlögum Njáls á Bergþórshvoli og fjölskyldu hans. Lesendur bíða með
kvíðablandinni óþreyju meðan lýst er ferð Eyjólfs og þeirra brennumanna. Þegar
brennumenn koma á staðinn verða fyrir þeim varðmenn og særa þeir annan þeirra,
Beini Steinsson. Sári hans er vandlega lýst. Það er á andliti eins og flest sár sem
Sturla kýs að lýsa ýtarlega og „svaddi sverðið allt ofan á kinnarkjálkann. Varð það
mikill áverki." (635) Þessi sáralýsing gefúr fyrirheit um hrottaskap brennumanna
og einnig lýsingin á því þegar þeir höggva menn liggjandi í hvílunum. Því næst
beinir Sturla athygli sinni að aðalfórnarlömbum hryðjuverksins, Gissuri og
fjölskyldu hans. Fylgst er með þeim frá upphafi og viðbrögð þeirra rækilega
tíunduð. Meðal þess sem sérstaklega er lýst er hvernig Gróa, hin trygga eiginkona,
hjálpar manni sínum í herklæði og að Hallur Gissurarson kemst ekki í önnur
klæði en línldæði. Hallur var tengdasonur Sturlu og greinilegt er að samúð
frásagnarinnar með honum er mikil.
Síðan segir frá vörn Gissurar og hans manna. Þar er orðið „drengilegt"
endurtekið hvað eftir annað, alls fjórum sinnum í tveimur málsgreinum. Einnig
er haft eftir manni „að hann kvaðst þess hvergi komið hafa að menn hefðu
jafnfræknlega varist. Og allir hafa vörn þá ágætt er varð á Flugumýri, bæði vinir
00 Þar skiptir sennilega máli að Klængur var fóstbróðir Sturlu Þórðarsonar (Sjá Guðrún Ása
Grímsdóttir, „Sturla Þórðarson", bls. 11-12).