Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 77

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 77
Sannyrði sverða 75 af, Gissur Þorvaldsson sjálfur. Hann kemst að lokum í kirkju og er þá kaldur, sár og hrakinn. Hallur sonur hans deyr þá nótt og þegar Gissur kemur að rústunum morguninn eftir blasir við honum ömurleg sjón: Þá var borinn út á skildi ísleifúr Gissurarson og var hans ekki eftir nema búkurinn steiktur innan í brynjunni. Þá fundust og brjóstin af Gró og var það borið út á skildi að Gissuri. Þá mælti Gissur: „Páll frændi,“ segir hann, „hér máttu nú sjá ísleif son minn og Gró konu mína.“ Og fann Páll að hann leit frá og stökk úr andlitinu sem haglkorn væri. (642) Þessi lýsing er hroðaleg. Hér er annað upp á teningnum en eftir Njálsbrennu þar sem Njáll reynist öllu bjartari dauður en lifandi. Dauði Njáls er sigur en Flugumýrarbrenna er enginn sigur fyrir einn eða neinn. Hjá Sturlu Þórðarsyni hlýtur hryðjuverkið engan æðri tilgang. Síðan segir Sturla frá því sem brann á Flugumýri: Gripum, dúnklæðum, fé og öllum húsum sem voru „mjög vönduð að smíð, forskálar allir alþildir til stofú að ganga, skáli altjaldaður og stofa.“ En missir Gissurar er meiri en svo að hann verði metinn af þessum hlutum. Sturlu tekst á afar fínlegan hátt að koma þessu öllu til skila, með hjálp smáatriða á borð við eitt haglkorn sem snertir lesandann dýpra en öll þau stórfljót af tárum sem Flóres konungssonur grenjar úr sér í sögu hans og Blankiflúr.91 En ef til vill hrærist lesandinn mest af hinu ósagða. Eftir að Sturla Þórðarson hefur talið upp það sem brann á Flugumýri segir hann: „Þar brunnu og margir gripir er átti Ingibjörg Sturludóttir." Sturla hefúr sjálfúr beðið þess að „guð fyrirgefi þeim er gerðu með sinni mikilli miskunn og mildi.“ En í lok kaflans er hógvær og lítt áberandi setning þar sem hann segir frá ferð Ingibjargar til Odda eftir brennuna og lýkur kaflanum með þessum orðum: „Var hún mjög þrekuð, barn að aldri.“ (642) Sagnaritarinn getur ekki stillt sig um að taka það fram að dóttir hans var einungis barn þegar hún var látin ganga í gegnum óhugnað brennunar. Hérna grillir í föðurinn Sturlu Þórðarson í örskotsstund áður en hin hlutlæga frásögn hans heldur áfram. Faðirinn Sturla getur að vísu fyrirgefið en hann hefur engu gleymt. íslendinga saga er ekki ævisaga Sturlu Þórðarsonar. Hún er ekki skrifúð til að frægja gerðir hans og vina hans eða til að sverta óvini hans. Þrátt fyrir einlæga samúð sagnaritarans með Gissuri í brennunni og stæka andúð hans á þessu illvirki má finna sömu einkenni í lýsingunni á hefnd Gissurar (645-649, 653-655) og öllum öðrum bardagalýsingum í íslendinga sögu. Engu máli skiptir þó að Gissur eigi um sárt að binda. Ekki er verið að réttlæta ofbeldið. Þar vega margir að einum, menn eru teknir af lífi og sárum vandlega lýst en brennumenn verða flestir drengilega við dauða sínum, verjast vel og mæla hreystiyrði áður en þeir eru vegnir. 91 Haglkornið er bókmenntaminni (Víga-Glúms saga, ÍF, IX, bls. 26; Brennu-Njáls saga, ÍF, XII, bls. 378).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Skáldskaparmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.