Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 78
76
Ármann Jakobsson
11. Víg Þórðar Andréssonar
íslendinga saga er saga átaka, ófriðar og ofbeldisverka. Hún hefst á ofbeldisverki
(vígi Einars Þorgilssonar) og henni lýkur á öðru ofbeldisverki, vígi Þórðar
Andréssonar (754—757). Þar er dregin upp ófögur mynd af Gissuri sem nær
Andréssonum og mönnum þeirra á sitt vald með svikum, rétt eins og hann var
sjálfur svikinn við Apavatn. Þórður hefúr illan bifur á sættum þeirra frá byrjun,
spáir sjálfum sér dauða og „kvað dans þenna við raust: Mínar eru sorgir þungar
sem blý.“ (755) Hann reynir að ná sáttum við Gissur en eins og sést á þessari
frásögn er Gissur ósveigjanlegur: „Þórður mælti þá: „Þess vil eg biðja þig Gissur
jarl að þú fyrirgefir mér það er eg hefi af gert við þig.“ Gissur jarl svarar: „Það vil
eg gera þegar þú ert dauður." (756) Hann neitar dauðamanninum um fyrirgefn-
ingu enda deyr Þórður ósáttur. Hann reynir að flýja en leggst að lokum niður með
hendur í kross og er höggvinn. Þarf að höggva hann tvisvar áður en hann deyr.
í þessari frásögn er samúðin öll með Þórði sem greinilega kýs líf fram yfir dauða
en fær hvorki grið né fyrirgefningu. Þar að auki fær hann ekki að deyja standandi
heldur er tekinn af lífi og þarf að höggva hann tvisvar. Sverð og axir Sturlungu
bíta ekki jafn vel og sverð Kára Sölmundarsonar sem sneiddi höfuð af mönnum
í einu höggi, þannig að þau gátu talað þegar þau fuku af bolnum. Það er ekkert
ótrúlegt, kostulegt eða aðdáunarvert við vígaferli Islendinga sögu. Þau eru ofbeld-
isverk og aftökur lítilmenna með bitlaus sverð. Höfundur sögunnar sér ekkert
glæsilegt við þau og þau verða ekki glæsileg í endursögn hans. Víg Einars
Þorgilssonar, víg Þórðar Andréssonar og öll þau dráp og hryðjuverk sem lýst er á
milli þeirra bera ekki vitni um stórmennsku heldur lítilmennsku. Ofbeldismenn-
irnir eru ekki ofurmenni eða hetjur. Þeir eru miklu fremur fulltrúar fyrir hið
ómennska eða dýrslega en hið ofurmannlega. Fulltrúar fyrir ófriðinn sem öllu
eyðir og engu hlífir og binda þarf enda á.
Að lokum
Sagt var um sögu frá þessari öld miðri að hún væri „saga um fánýti hetjuhugsjónar
sem þekkir engin rök nema sannyrði sverða, enga frægð nema þá sem unnin er
með manndrápum; hún er saga um landstjórnarmenn sem afla sér auðs og valda
með ófriði og ofbeldi, ófriði sem beinist framar öllu gegn þegnum þeirra sjálfra,
beint eða óbeint.“92 Það var fremsti höfundur íslendinga á 20. öld sem svipti
tjöldum blekkingarinnar af öld sem sjálfstæðismenn 19. aldar höfðu horft til
gegnum þokuslæðu þjóðernishyggjunnar. Sverðin reyndust þá bitlaus, hetjurnar
ónytjungar og illvirkjar og dáðir þeirra tilbúningur eða heimska.
íslendinga saga fjallar líka um sannyrði sverða, frægð sem unnin er með
manndrápum og landstjórnarmenn sem afla sér auðs og valda með ófriði og
ofbeldi sem fyrst og fremst beinist gegn þegnum þeirra, beint eða óbeint. Þar er
á ferðinni fremsti höfundur síns tíma. í sögu hans eru sverðin bitlaus, hetjudáð-
92 Jakob Benediktsson, „Um Gerplu", Tímarit Máls og menningar, 13, 1952, bls. 297-298.