Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 79
Sannyrði sverða
77
irnar illvirki og drenglyndið af skornum skammti. Hún er friðarsaga, rituð í kjölfar
mestu átaka íslandssögunnar. Höfundur hennar er einn af helstu valdstjórnar-
mönnum hins nýja tíma og sagnaritari sjálfs konungsins. Saga hans er dómur
nýrrar aldar yfir gamalli.
Þó að tæpar sjö aldir skilji að Islendinga sögu og Gerplu, þó að þær séu ekki
aðeins fulltrúar ólíkra tíma heldur og ólíkra bókmenntagreina, eiga þær margt
sameiginlegt. Þær eru eftirstríðsbókmenntir og þýðingarmesta umfjöllunarefni
þeirra er hið sama. I Islendinga sögu kveður við annan tón en í öðrum bókmennt-
um 13. aldar. Sagan er rétt eins og Gerpla einhliða fordæming á því sem
Nóbelsskáldið kallar „that wholesale manslaughter loved by kings and heroes,
sanctioned by religionists and moralists and glorified by scalds, which is called
war.“93
Annað sem íslendinga saga á sameiginlegt með Gerplu og öðrum nútímabók-
menntum er nálægð hennar við efnivið sinn. Hún er hvorki upphafm né fjarlæg.
Hetjur hans eru menn en ekki ofurmenni. Að því leyti stendur íslendinga saga
nær skáldsögunni en söguljóðinu og það er einmitt þessi nálægð sem gerir
íslendinga sögu heillandi nútímamanninum. íslendinga saga er raunsæ en ekki
svartsýn. í sögunni er ekki verið að fegra eða upphefja ofbeldisverk en eigi að síður
sýnir hún okkur það besta í fari mannsins; hugrekki, hetjuskap og æðruleysi.
Skáldið blandar saman hinu göfuga og lágkúrulega sem hvorttveggja býr í
manninum. Þess vegna verður grimmd og ofbeldi sögunnar ekki til að firra
lesandann allri von. Vonin felst í trúnni á manninn sem þrátt fyrir alla grimmd
sína og vonsku er göfugasta skepna í heimi.
í ýtarlegri lýsingu sinni á skuggahliðum þjóðveldisins kemur Sturla lögmaður,
maðurinn sem ritaði Hákonar sögu, fram sem konungssinni. I þeirri lýsingu er
Hákon gamli eins konar rex pacificus, konungurinn sem gætir friðarins. Þegar
sagt er frá að Sturla Sighvatsson hafi lofað konungi að leggja landið undir hann
er þessu bætt við: „Hafði Hákon konungur þar mest varaðan Sturlu við að hann
skyldi eigi auka manndráp á landinu og reka menn heldur utan.“ (439) Þar hefur
hann tekið við hlutverki Gissurar byskup ísleifssonar sem virðist ríkja yfir íslandi
sem friðarkonungur, bæði í Kristni sögu, íslendingabók og Hungurvöku. í
Hungurvöku er þetta sagt með berum orðum: „Hann tók tign og virðing svo
mikla þegar snemmendis byskupsdóms síns og svo vildi hver maður sitja og
standa sem hann bauð, ungur og gamall, sæll og fátækur, konur og karlar, og var
rétt að segja að hann var bæði konungur og byskup yfir landinu meðan hann
lifði.“94
Bent hefur verið á að svipuð afstaða til konungsvaldsins komi fram í tveimur
þýddum sögum, Alexanderssögu og Gyðingasögu sem eignaðar hafa verið Brandi
Jónssyni ábóta (d. 1264) og gera má ráð fyrir að séu ritaðar um það leyti sem
93 Halldór Laxness, ,An Iceland voice“, Dagur í serw. Rœða og rit, Reykjavík, 1955, bls. 260.
94 Hungrvaka, Jón Helgason gafút {Byskupa sögur, I), Kaupmannahöfn, 1938, bls. 85; Kristnisaga,
bls. 50; íslendingabók, Jakob Benediktsson gafút (fslenzkfomrit, I), Reykjavík, 1968, bls. 22-23.