Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 112
110 Baldur Hafitað
Helstu atriði Óttars þáttar Styrmis eru þessi: íslendingurinn Óttar svarti kemur
til hirðar hins sænska konungs, Ólafs Eiríkssonar. Þar yrkir hann mansöngsdrápu
um konungsdótturina Astríði („það kvæði var mjög ort og hélt við væningar“,
ísls. III, bls. 2201). Síðar fer Óttar til Noregs og Ólafur konungur Haraldsson,
sem nú á Astríði fyrir konu, lætur setja hann í myrkvastofu vegna mansöngs-
drápunnar og vill láta taka hann af lífi. Sighvatur Þórðarson kemur um nótt í
fangelsið til landa síns og frænda, fær að heyra Astríðarkvæðið og ráðleggur Óttari
að breyta nokkrum vísum í því: „Nú skulum við snúa þeim vísum sem mest eru
á kveðin orð í kvæðinu.“ Þá skyldi hann einnig yrkja lofkvæði um konunginn.
Konungur myndi krefjast þess að heyra Astríðarkvæðið áður en til aftöku kæmi;
en strax að flutningi þess loknum skyldi Óttar flytja konungslofið. Óttar hefur
þriggja nátta frest til að semja kvæðið. Þá er hann kallaður fyrir konungshjónin
og allt fer eins og Sighvatur hafði sagt. Konungsmenn vilja að flímberinn þegi en
Sighvati tekst að tryggja hljóð, og að flutningi loknum lofar hann kvæðið.
Konungur þyrmir nú lífi Óttars: „Það mun ráð Óttar að þú þiggir höfuð þitt í
þessu sinni fyrir drápuna.“ Óttar svarar: „Þessi gjöf þykir mér allgóð herra þótt
höfuðið sé eigi fagurt.“ Skáldið þiggur hring af konungi og annan af drottningu.
Konungur er heldur fár. Tekið er fram að lofkvæðið heiti Höfuðlausn. Af því er
ekkert varðveitt í Flateyjarbók, en annað handrit, Tómasskinna (frá um 1400)
geymir fyrsta erindið. Athygli vekur að tvö upphafsvísuorðin eru næstum þau
sömu og í vísu Sighvats í 43. kafla Ólafs sögu helga (sjá Hkr. I, bls. 287).
Óttar: Sighvatur:
Hlýð, manngöfugur, minni, Hlýð mínum brag, meiðir
myrkblás því að eg kann yrkja. myrkblás, því að kannk yrkja . . .
(ísls. III, bls. 2203) (Hkr. I, bls. 287)
I þeim brotum sem varðveitt eru af hinni svokölluðu Elstu sögu af Ólafi er greint
frá því að Óttar hafi komist „í frið við konunginn“ (Otte brudstykker 1893, bls.
7). Hér er fyrsta vísuorð höfuðlausnarinnar varðveitt. Þá segir hin svonefnda
Helgisaga af Ólafi einnig frá höfuðlausn Óttars. Þetta tvennt virðist benda til að
Styrmir hafi stuðst við eldri (en ófullkomnari) ritaðar frásagnir af Óttari svarta.4
Flestir minnast frásagnar Egils sögu af atburðunum í Jórvík. Egill hafði átt í
deilum við Eirík konung blóðöx og Gunnhildi út af landeignum í Noregi. Þau
hjón höfðu látið „hleypa í brott dómendunT (ísls. I, bls. 445) þegar dæma átti í
málinu. Konungur hafði síðan látið drepa tíu menn úr liði Egils fyrir einn
konungsmann sem Egill hafði fellt; einnig lét konungur brenna skip Egils. Sjálfur
hafði Egill sloppið naumlega, og síðan hafði hann reist þeim hjónum níðstöng
4 Benda má á að Hrafns þáttur Guðrúnarsonar (Hrútfirðings), sem varðveittur er í Huldu (s.hl.
14. aldar) og Hrokkinskinnu, virðist undir sterkum áhrifum frá Óttars þætti. I báðum þáttunum
er Sighvatur skáld Þórðarson sagður móðurbróðir íslendingsins sem lendir í ónáð konungs. Og
í báðum frásögnunum flytur íslendingurinn konungi lofkvæði jafnskjótt og hann hefúr lokið
flutningi „Iítt vandaðs" kvæðis (ísls. III, bls. 2164).