Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 113
Sighvatur Þórðarson og Egils saga
111
með þeirri ósk að þau mættu ekki þrífast á norskri grund. Hann hafði drepið
nokkra menn konungs, þar á meðal Rögnvald konungsson. Gunnhildur hafði
látið efla seið að Egill „skyldi aldrei ró bíða... fyrr en hún sæi hann“ (ísls. I, bls.
455). A leiðinni til Aðalsteins, konungs Engilsaxa, beið Egill skipbrot við mynni
Humru og ákvað þá að hitta vin sinn Arinbjörn í Jórvík við hirð Eiríks blóðaxar.
Eiríkur ætlar að láta til skarar skríða en Arinbirni tekst að fresta lífláti Egils til
næsta dags. Hann ráðleggur vini sínum að yrkja tvítuga drápu um Eirík konung.
Um miðja nótt kemur Arinbjörn til Egils, sem enn hefur ekkert ort því svala
klakaði við gluggann. Arinbjörn settist þá við gluggann, og Egill orti drápuna.
Hann flytur hana daginn eftir og þiggur höfuð sitt þó ljótt sé. I tilefni af
höfuðlausninni segir hann:
Erumka leitt,
þótt Ijótr of sé,
hjálma klett
af hilmi þiggja.
Hvar er sá er gat
af göfuglyndum
æðri gjöf
allvalds syni?
(34. vísa)
Jórvíkurfrásögnin af Agli við hirð Eiríks blóðaxar og Gunnhildar og frásagan af
höfuðlausn Óttars svarta eru um margt líkar þó vissulega séu sakarefni fleiri í Egils
sögu. I báðum tilvikum er konungur reiður skáldi fyrir kveðskap. Skáldið er í
vörslu. Háttsettur konungsmaður ráðleggur skáldinu að yrkja drápu á ákveðnum
tíma (þremur nóttum/einni nóttu). Konungsmaður vitjar skáldsins um nótt. Við
hirðina eru ákveðnir aðilar lítt hliðhollir skáldi en konungsmaðurinn heldur uppi
vörnum. Drottning er viðstödd enda tengist hún mjög atburðum (hún er ekki
sjáanleg í eldri frásögnum af Óttari) og konungshjónin eru ekki sammála um
afdrif skáldsins. Konungur lætur skáldið þiggja höfuð sitt „í þessu sinni“/„að
sinni“ fyrir drápuna og skáldið segir að höfuðið sé ljótt. Kvæðið heitir Höfuðlausn.
Við þetta má bæta að bæði skáldin eru svört (sbr. viðurnefni Óttars. Hann talar
um sig sem „myrkbláan“ í vísunni sem varðveitt er í Tómasskinnu, sbr. ísls. III,
bls. 2203. Egill var „svartur á hár“, ísls. I, bls. 405, sbr. einnig „svartbrúnum
sjónum“ í 35. vísu). Að þessu verður vikið örlítið nánar síðar. Þess má minnast
að Gunnhildur hafði verið hrifin af Þórólfi bróður Egils þó óþarfi sé að sjá þar
hliðstæðu við samband Óttars svarta og Ásgerðar. Tveir hringir setja svip á báðar
höfuðlausnarsögurnar.
Ofangreind atriði tel ég geta bent til þess að leyndir þræðir liggi milli sagna af
Sighvati og Egils sögu og þá jafnframt að Heimskringla hafi á vissan hátt mótað
vináttuhugmyndir Egils sögu.
Lítum nú á skáldið Sighvat. Allmikill kveðskapur er eignaður honum og er
drjúgur hluti hans varðveittur í verkum Snorra (Heimskringlu, ásamt Ólafs sögu