Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 114
112
Baldur Hafitað
hinni sérstöku). Er hugsanlegt að greina megi skyldleika milli kveðskapar Sighvats
og þess kveðskapar sem Egils saga geymir?
Á einum stað segir Sighvatur að „svört skör“ hans hafi falist undir völskum
hjálmi (Hkr. I, bls. 292, vísa 223). Á öðrum stað talar hann um „augun þessi...
hin svörtu“ (Hkr. I, bls. 349, vísa 235). Nú er það reyndar algengt að skáld tali
um útlit sitt. Og merkilegt er það að þau eru iðulega dökk yfirlitum. Hér er Egill
engin undantekning. í Arinbjarnarkviðu (8. erindi) er talað um „sökk sámleit
síðra brúna“ Egils, þ.e. svört augu. Og í 3. erindi sama kvæðis dró Egill „djarfhött
of dökkva skör“. Vissulega vakna ákveðnar spurningar við það að svo mörg skáld
sem raun ber vitni séu dökkhærð (sbr. hið algenga viðurnefni „svarti“ um skáld,
sjá lista yfir fornskáld í Skjaldedigtning B I, bls. 685-690) því varla getur það
verið náttúrulögmál. Það virðist einmitt hafa verið fremur sjaldgæft að vera mjög
dökkhærður; fram kemur að slíkir menn skæru sig úr fjöldanum, sbr. Fóstbræðra
sögu, þar sem Þormóður Kolbrúnarskáld undrast það í vísu að óvinirnir hafi ekki
þekkt hann á hinu dökka hári (sjá ísls. II, bls. 826).
Sighvatur: Egill:
. . . en mín að flug fleina Dró eg djarfhött
falsk und hjálm hinn valska, of dökkva skör.
okkr vissa eg svo, sessi, (Arinbjkv. 3)
svört skör, við her görva.
(Hkr. I, bls. 292, vísa 223)
Oss hafa augun þessi en tvö fylgdu
íslensk, konan, vísað sökk sámleit
brattan stíg að baugi síðra brúna.
björtum langt hin svörtu. (Arinbjkv. 8)
(Hkr. I, bls. 349, vísa 255)
Hin dökku augu sín nefnir Sighvatur í Austurfararvísum. Frásögnin af austurför
Sighvats er m.a. varðveitt í Heimskringlu (sjá Hkr. I, bls. 344—353). Þar fer
Sighvatur um Eiðaskóg. Erindið er að komast að hinu sanna um trygglyndi jarls
gagnvart Noregskonungi. Ferðin er erfið og skógurinn „drjúggenginn“. í Egils
sögu fer Egill um Eiðaskóg „alltorsótta“ ferð (ísls. I, bls. 479) til að komast að
hinu sanna um hollustu jarls við Noregskonung. Bæði skáldin, Sighvatur og Egill,
mæta ógestrisni og yrkja vísur í ferðinni.
í Bersöglisvísum segir Sighvatur að þingmenn „höfðum hneppta heldr“ (þ.e.
drúpa nokkuð höfðum) og stinga nösum niður í feldi (Hkr. II, bls. 575, vísa 392).
Sighvatur er að tjá konungi sínum það leyndarmál að kurr sé í bændum og
konungur verði að taka upp betri siði. I Egils sögu segir (23. vísa) að Egill verði
brátt að hváta brúna miðstalli (þ.e. nefi) í feld.
Egill:
Verð eg í feld, þá er foldar
faldr kemr í hug skaldi
Sighvatur:
Greypt er það er höfðum hneppta
heldr og niðr í feldi,