Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 115
113
Sighvatur Þórðarson og Egils saga
slegið hefir þögn á þegna,
þingmenn nösum stinga.
(Hkr. II, bls. 575, vísa 392)
berg-Óneris, brúna
brátt miðstalli hváta.
(ísls. I, bls. 441, vísa 23)
Hér er Egill að trúa vini sínum Arinbirni fyrir leyndarmáli: ást sinni til Ásgerðar.
í Bersöglisvísum er einmitt vináttan vegsömuð (sbr. t.d. Hkr. II, bls. 575, 391.
vísa). Þar er einnig lögð áhersla á réttlæti og það að konungar haldi lög en fari
ekki með ránum. Þetta er einnig mjög áberandi atriði í Egils sögu. í þessu
sambandi skal enn bent á orðalagslíkingar. Um er að ræða 390. (og 393.) vísu
Magnúss sögu (Hkr. II, bls. 575 (og 576)) og 28. vísu Egils sögu. í báðum tilvikum
rænir konungur jarðeignum bænda. Talað er um „rán“ en einnig koma fyrir orðin
„reiður“ og Jeiðast".
Sighvatr:
Rán hygg eg rekkum þínum,
reiðr er her, konungr, leiðast.
(Hkr. II, bls. 575, vísa 390)
Egill:
.. . reið sé rögn ok Óðinn,
rán míns féar hánum.
. . . Leiðist lofða stríði
landás, þann er vé grandar.
(ísls. I, bls. 448, vísa 28)
í vísu 305 í Ólafs sögu helga í Heimskringlu, þar sem Sighvatur segir frá síðustu
vörn vinar síns Erlings Skjálgssonar, er þessi athyglisverða kenning: „víðbotn
glyggs varðkeri“ (þágufallið á síðasta orðinu jafngildir eignarfalli). Varðker (vörslu-
ker) glyggs (storms) er himinn, en víðbotn himins er jörð. í 18. vísu Arinbjarn-
arkviðu, lofkvæðisins um vininn Arinbjörn, er kenningin „vindkers víður botn“
í merkingunni jörð. Þetta er sláandi líkt kenningunni hjá Sighvati.
Sighvatur:
En varðkeri virðir
víðbotn né kemr síðan
glyggs á gjálfri leygðan
geirs ofrhugi meiri.
(Hkr. II, bls. 483, vísa 305)
Egill:
. . . sem vinsemd
af vegum öllum
á vindkers
víðum botni.
(Arinbjkv. 18)
í sama flokki um vin sinn Erling segir Sighvatur að hann drekki ekki og láti höfuð
sitt „drúpa“ af sorg (sbr. Flateyjarbók IV, bls. 9, ,,articuli“). í Egils sögu birtist
sama mynd: Eftir dauða Þórólfs var Egill „gneyptur mjög“ (ísls. I, bls. 438) og
vildi ekki drekka.
Nesjavísur orti Sighvatur um orustu Ólafs konungs og Sveins jarls Hákonar-
sonar. Þar segir hann í byrjun að hann hafi farið austan úr Vík á vori. Þetta upphaf
flokksins minnir á upphaf Höfuðlausnar. Einnig þar er siglt um vor í vesturátt. í
báðum tilvikum er ræðunni beint til konungs.