Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 116
114
Baldur Hafitað
Sighvatur: Egill:
Fórk ór Vík á vári Vestr fór eg of ver
válaust konungr austan. . . . við ísa brot.
(Fagurskinna, bls. 175, vísa 130) (Höfuðlausn 1)
í lausavísu eftir Sighvat (sjá Hkr. II, bls. 565, vísa 372) kemur orðið torrek fyrir.
Manni verður hugsað til nafnsins á því fræga kvæði í Egils sögu, Sonatorreki.
Þennan samanburð mætti teygja enn þó hér verði látið staðar numið. Óþarfi
er að benda á allt sem hljómar líkt hjá Sighvati og Agli, sbr. orðasambandið að
„eiga gott við“ einhvern (Hkr. I, bls. 314, vísa 236, og Sonatorrek, 22. erindi).
Yrkisefnin eru einnig svipuð og tengjast t.d. vináttu, konungalofi og gjöfum en
þetta þrennt er að vísu algengt viðfangsefni fornskálda.
í upphafi þessa máls var sagt að frásagnir af persónunni Sighvati Þórðarsyni
hefðu e.t.v. haft áhrif á mynd Egils sögu. En hvað er að segja um skáldskap Sighvats
í ljósi þeirra dæma sem hér voru nefnd? Hefur Sighvatur þekkt skáldskap Egils
Skallagrímssonar og notfært sér hann? Gæti þá hafa verið um einhvers konar
víxláhrif að ræða: Sighvatur hefði lært sitthvað af skáldbróður sínum Agli, en síðan
hefði sá sem ritaði Egils sögu verið undir áhrifum frásagna af Sighvati þegar hann
tók saman hið mikla verk um höfðingjann á Borg á Mýrum? Eða gæti þessu verið
öðruvísi farið? Gæti verið að höfundur Egils sögu eða einhver honum nátengdur
hafi samið kvæðin í Egils sögu undir áhrifum af kveðskap Sighvats? Þetta kynni
sumum að finnast fráleit hugmynd. Lítum örlítið nánar á hana. Það sem um er
að ræða væri þá þetta:
Fyrri kenning: Konungsmaðurinn Sighvatur hefur, eins og hann birtist í Heimskringlu
og Óttars þætti, haft áhrif á byggingu Egils sögu.
Síðari kenning: Kveðskapur Sighvats hefur ekki aðeins haft áhrif á lausamálstexta Egils
sögu, heldur einnig á kveðskap hennar.
Ólíklegt er að þetta tvennt verði unnt að sanna. Hitt er annað að margt gæti stutt
þetta sjónarmið. Mér virðist reyndar margt benda til að fyrri kenningin fái staðist,
einkum í ljósi þess að ég tel fullvíst að Egils saga sé yngri en Heimskringla og hafi
orðið fyrirýmiss konar áhrifum frá henni. A/Trásögn Styrmis afhöfuðlausn Óttars
hefur haft áhrif á frásögnina af höfuðlausn Egils minnka líkurnar á að Egill hafi
sjálfur leyst höfuð sitt í Jórvík eða að sögur hafi gengið um slíkt. Jafnframt verður
þá að efast um að hann hafi ort Arinbjarnarkviðu þar sem rifjað er upp hvernig
Arinbjörn stóð við hlið Agli í Jórvík. Þetta myndi m.ö.o. styðja síðari kenninguna.
Vissulega kæmi til greina að fara milliveg og gera ráð fyrir sterkri munnlegri hefð
sem getið hefði af sér þessar tvær sagnir, t.d. á 12. öld, óháð því sem raunverulega
gerðist á 10. og 11. öld. Arinbjarnarkviðu þyrfti þá hvorki að líta á sem 10. aldar
né 13. aldar kvæði. Og þá yrðu menn jafnframt að sætta sig við að Arinbjarnar-
kviða gæti ekki verið eftir Egil sjálfan. En það er einmitt Arinbjarnarkviða (ásamt
Sonatorreki) sem menn hafa átt erfiðast með að samþykkja að annar maður en