Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 145
Víglundar saga
143
meira í ætt við skáldskap en sagnfræði. Umfjöllun um söguna hefur byggst á því
að höfundur hennar hafi ætlað að semja íslendingasögu en ekki tekist sem skyldi
í samanburði við hinar klassísku sögur þrettándu aldar. Fyrir skömmu benti Torfi
Tulinius á sérstöðu Víglundar sögu meðal íslendingasagna, m.t.t. frásagnarmynst-
urs sem líktist helst rómönsu. Abending Torfa er réttmæt en hægt er að ganga
lengra og segja að höfundur Víglundar sögu hafi ekki ætlað sér að skrifa Islend-
ingasögu heldur verk af meiði brúðarleitar-rómansa, sem þó væri sviðsett á íslandi
en ekki í framandi löndum.
I sögunni er sagt frá brúðarleit karla af tveimur kynslóðum en sams konar
frásagnarmynstur var einnig notað í brúðarleitar-rómönsum á borð við Tristrams
sögu og ísöndar og Hrólfs sögu Gautrekssonar. Forsöguna mætti nefna “Þorgríms
sögu og Ólafar”, þ.e. sögu foreldra Víglundar, en aðalsagan er hin eiginlega
“Víglundar saga og Ketilríðar”. Báðir hlutar einkennast af því að aðalpersónan
beitir öllum tiltækum ráðum til að giftast konunni sem hann elskar. í forsögunni
er helsta hindrunin faðir ástkonunnar og mótbiðillinn Ketill. Þorgrímur leysir
vandann með því að nema brúðina á brott og flýja með hana frá Noregi til Islands.
I aðalsögunni standa tveir bræður ástkonunnar og móðirin Þorbjörg í vegi fyrir
Víglundi sem þarf líka að kljást við mótbiðla, m.a. Hákon sem Ketill hefur sent
til íslands til höfuðs Þorgrími. í forsögunni hefúr Þorgrímur sjálfur það hlutverk
að koma sögunni til farsælla Iykta en í aðalsögunni yfirvinnur Víglundur ekki
sjálfur þær hindranir sem standa í vegi fyrir hjónabandi hans og Ketilríðar. Faðir
hennar sér um það og leikur þar með fast hlutverk hjálparmannsins í brúðarleit-
ar-frásögnum.
Víglundar saga er fremur þroskuð brúðarleitar-frásögn þegar litið er til þess að
í henni er spurningunni um sjálfsákvörðunarrétt konunnar bætt við hið venjulega
mynstur leitarinnar með mótbiðlum og andstöðu fjölskyldu. I forsögunni vofir
yfir Ólöfu að verða fórnarlamb föður síns sem ræður hennar hag, og í aðalsögunni
lítur Ketilríður svo á að hún sé valdalaus og líf hennar sé í höndum móðurinnar.
Þó kemur í ljós að draumur Ketilríðar er vilji föðurins því að hann vinnur gegn
konu sinni á bak við tjöldin að því að elskendurnir nái saman.
Hefðbundin flokkun Víglundar sögu með íslendingasögum er einkum miðuð
við ytri þætti eins og sögutíma, sviðsetningu, persónur og séríslenskar aðstæður
sem hafa áhrif á úrvinnslu sögunnar, en minna hefúr verið hirt um grundvallar-
atriði í söguþræði. í báðum hlutum sögunnar liggur brúðarleit til grundvallar
frásögninni. Markmið aðalpersónunnar er að giftast konunni sem hann þráir. Þau
lögmál sem eru að verki í Víglundar sögu eru lögmál rómönsunnar fremur en
íslendingasagna, og í því ljósi má kalla hana brúðarleitar rómönsu.
(íslensk þýðing G.S.)