Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 146
Fornmenntamenn uppgötva konungasögurnar1
JON GUNNAR J0RGENSEN
Menningarleg tengsl Noregs og íslands eru gömul. Merki þeirra hafa birst á marga
vegu frá alda öðli, ekki síst í bókmenntunum, og þar hefur ein bókmenntagrein
augljósa sérstöðu. Það eru konungasögurnar. Þær teljast flestar til íslenskra
bókmennta, en fjalla aðallega um norska sögu, sumar samdar og skrifaðar upp
fyrir Norðmenn, og sum handritanna full af norskum máleinkennum. Stefán
Karlsson hefur rökstutt þá kenningu, að íslendingar hafi á miðöldum gert sér það
að búgrein að skrifa upp konungasögur og aðrar bækur fyrir Noregsmarkað.2 Það
er ekki ólíklegt, því að ef við til dæmis lítum á Heimskringlu, þá hafa flest
miðaldahandritin sem við þekkjum fundist í Noregi, nema þau 43 blöð sem
kölluð eru AM 39 fol, og kannski Gullinskinna, en líklega eru þau öll skrifúð af
íslendingum. A 13. öld var ritmálið í Noregi svo líkt því íslenska, að það getur
reynst torvelt að greina á milli. En málþróunin var ör, og menn hættu smám saman
að nota gamla ritmálið á 15. öld. Þótt leifar af norsku komi fyrir í einstökum
textum, má segja að einungis danska sé skrifúð í Noregi á 16. öld, auk latínu.
Þegar ritmálið glataðist, féllu líka konungasögurnar í gleymsku. Fallegu íslensku
skinnbækurnar stóðu ónotaðar í hillunum, enda voru þær yfirleitt í mjög góðu
ásigkomulagi þegar þær komu Dönum í hendur á 17. öld.
Þekking Norðmanna á gamla málinu var þó ekki alveg fallin í gleymsku.
Talmálið í Noregi stóð miklu nær íslensku en danskan sem menn skrifuðu, og
auk þess voru norsk lög enn í gildi á 16. öld. Þau voru skráð á gamlar skinnbækur
og lögmenn þurftu að geta lesið þær. Lögmenn gerðu mikið til að endurvekja
þekkingu Norðmanna og annarra á konungasögunum með því að þýða þær á
dönsku, kannski ekki bara af því að þeir voru vanir að lesa fornmálið, heldur líka
af því að þeir áttu greiðan aðgang að söguhandritum sem hafa verið varðveitt í
sömu söfnum og lögbækurnar.
Þrjár 16. aldar-þýðingar konungasagna eru nokkuð þekktar. Tvær urðu tilí eða
nálægt Bergen um miðbik aldarinnar. Aðra gerði Mattis Storsson, lögmaður, hina
gerði Laurents Hansson, konungsbóndi. Sú þriðja varð til rétt fyrir aldamótin
1600. Hún var langstærst þeirra og barst vfða. Þýðandi var Peder Clausson, prestur
á Ögðum, alveg syðst í Noregi, en hér hafði reyndar einn lögmaðurinn enn komið
við sögu. Sá hét Jón Símonarson og hafði frætt Peder um margt, meðal annars
kennt honum að lesa fornmálið.
Peder Clausson varð víðfrægur af konungasagnaþýðingu sinni og öðrum
ritverkum, og hafði þýðingin geysimikil áhrif á 17., 18. og — í Noregi — meira
1 Þessi grein er fýrirlestur sem höfúndur flutti á fiindi Félags íslenskra fræða 9. mars 1994, með
örlitlum breytingum.
2 Maalogminne, 1979 (1-2), bls. 1-17.
SKÁLDS KAPARMÁL 3 (1994)