Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 148
146 Jon Gunnar Jorgensen
Valkendorf í Niðarósi. Þeir útvega honum þann stuðning sem til þarf, og líka,
eftir nokkra leit, gott handrit. Bókin kom út árið 1514. Handritið er glatað, eins
og öll önnur Saxahandrit, sem hafa hugsanlega verið til, og textinn hefur einungis
varðveist í útgáfu Christjerns Pedersens.
Eftir að Saxi er kominn út, fer Christjern að hugsa til heimferðar. Hann fer frá
París 1515, en á heimleiðinni kemur hann við í háskólaborginni Löwen (Louvain)
í Belgíu. Hér hittir hann kunningja sinn, Hans Valkendorf, og tekur með sér bréf
heim til Eriks. En á þessum tíma voru þar við nám fleiri menn sem geta komið
hér við sögu, þeir Vincents Lunge og Geble Pedersen, sem báðir áttu eftir að verða
miklir áhrifamenn í Bergen. Geble Pedersen varð síðar biskup og mikill máttar-
stólpi húmanismans í borginni. Vincents Lunge var stuttan tíma rektor við
Kaupmannahafnarháskóla, en varð svo árið 1523 lénsherra á Bergenhus. Hann
missti það aftur árið 1528, en var kyrr í Bergen. Ekki er ólíklegt að Christjern hafi
kynnst þessum tveim mönnum í Löwen.
Þó að Christjern væri búinn með útgáfuna, ætlaði hann ekki að leggja Saxa á
hilluna þegar hann kom heim. Nú ætlaði hann sér að þýða bókina á móðurmálið,
en jafnframt að auka við hana efni úr öðrum kronikum sem hann þekkti.
Christjern kom þessari þýðingu skjótt í verk, en hún kom aldrei á prent, og
handritið er nú glatað. Hann safnaði líka heimildum til viðaukanna, og dreif
verkið áfram, en lauk því aldrei.
Einhverjir kynnu að spyrja hvers vegna ég veiti Christjern Pedersen svo mikla
athygli. Skýringin er sú að á meðal pappíra og bóka Christjerns fundust ágrip úr
konungasögum á dönsku, og þessi ágrip voru gerð í Noregi áður en hinar þekktu
þýðingar urðu til.
Aður en við víkjum aftur að kronikusmíði Christjerns, skulum við í stuttu máli
reka viðburðaríkan æviferil hans til enda. Eftir heimkomuna frá París má skipta
æfi hans í fjóra kafla. Fram til 1526 er hann kanóki í Lundi. Arið 1522 gerðist
hann hirðklerkur konungsins, Kristjáns II, og flæktist þannig í valdabaráttu nafna
síns. Kristján II varð að víkja fyrir Friðrik I, og flýja til Hollands 1523. Nokkru
síðar, árið 1526, fylgir Christjern Pedersen á eftir, og var með konungi sínum í
fimm ára útlegð. A þessum árum snerist hann til Lúterstrúar. Arið 1531 verða ný
kaflaskil. Kristján II ætlar sér þá að reyna að komast til valda að nýju, og byrjar
smekklega með því að ganga á land í þeirri fallegu borg, Ósló. Ekki er vitað með
vissu hvort Christjern klerkur fylgdi konungi til Noregs, en það má telja líklegt.
Valdaránið misheppnaðist, og voru báðir Kristjánarnir teknir höndum. En hér
fór betur en á horfðist fyrir okkar manni. Friðrik konungur veitti honum
náðarbréf, og leyfði honum að stunda bókagerð í Málmey. Konungur sá líka að
hann gæti notfært sér hæfileika Christjerns, og fékk honum það verkefni að þýða
Biblíuna á dönsku. Þetta varð svo aðalverk Christjerns á þessu skeiði ævinnar.
Þýðingin er tilbúin 1543, og stuttu seinna veikist Christjern. Eftir það býr hann
hjá frænda sínum í Helsinge á Norður-Sjálandi, og deyr þar 1554. Rit hans frá
þessum tíma eru ekki mörg, og bera greinileg merki sjúkdómsins.
I ævisögu Christjerns leiðir C.J. Brandt rök að því að Christjern hafi unnið að