Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 150
148
Jon Gunnar Jorgensen
nánar til tekið, fýrir 1529, virðast traust. En er víst að hann hafi verið búinn að
safna öllum efniviðnum á þeim tíma? Hann lauk ekki við verkið, þó að hann hafi
átt mörg góð vinnuár eftir 1526. Ég sé ekkert sem mælir á móti því að hann hafi
þýtt Saxa á Lundarárunum, aukið við úr evrópskum heimildum sem hann þekkti,
en ekki fengið ágripin frá Noregi fyrr en seinna. Agripin sjálf eru glötuð, svo og
bókarhandrit Christjerns. Stærsti parturinn er samt til í afritum og sem þættir í
sagnfræðiritum eftirmanns hans, Anders S. Vedel.7 En þar kemur ekki fram
hvenær Christjern hefur skrifað viðaukana, og ekki sést á eftirritinu hvort hann
hefur unnið allt í einni lotu.
Fleira mælir með því að ágripin séu yngri. Þau eru fyrsti ávöxtur notkunar
konungasagnahandrita í Noregi eftir miðöld. Aðeins örfáir hafa getað lesið
handritin, ekki bara vegna málsins, heldur líka sökum ritháttarins, einkum
bandanna. Að vísu gæti greindur maður lært það, en ég efast um að nokkur áhugi
hafi verið á þessum sagnaritum, fyrir daga húmanistanna. Kannski hefúr einmitt
Saxaútgáfa Christjerns kveikt undir áhuganum á sögunum. Gera má ráð fyrir að
það hafi tekið ákveðinn tíma frá því að fyrstu húmanistarnir komu fram á
sjónarsviðið þangað til að sögurnar uppgötvaðist og urðu þekktar. Það hefur líka
liðið nokkur tími áður en sú vitneskja breiddist út og kom Christjern Pedersen
fyrir eyru, og líka áður en hann, kannski um millilið, hafði komið pöntun til
þýðanda. Það er að vísu ekki útilokað, en þó frekar ólíklegt, að þetta hafi getað
átt sér stað á öðrum áratug sextándu aldar eða í byrjun þess þriðja.
Christjern lá alls ekki í leti í útlegðinni í Hollandi. Eitt þeirra ritverka sem hann
vann þar ytra, fjallaði um barnaskóla. Þetta rit lætur hann prenta árið 1531, og í
því eru nokkrar ldausur sem benda til að Christjern hafi ekki haft verulega
vitneskju um norrænar fornsögur á þeim tíma:
o hvor mange underlige og store manddommelige Gjerninger skulde vi Danske,
Svenske og Norske have i vore Kronniker, om det havde blevet ret beskrevet, som vore
Forfædre gjorde og bedreve i forne Tid i mange adskillige udvortes Land og Rige, og
des ligest hjemme. Man finder fast mere beskrevet derom i fremmede latine Kronniker,
end vi have selve, baade paa latine, danske, svenske og norske; og det er alene sket,
fordi at der var ingen, som dem kunde eller vilde beskrive. Vaar der og nogre, som det
kunde gjore, da vaar der ingen, som dem vilde lonne for deres Umage og Arbeide.
Havde de og nogre gamle Kronniker i samme try Rige, da have de ladet dem forfare.
Derfor vide vi Danske, Svenske og Norske en foje Ting at sige, hvad vore Forfædre
gjorde og bedreve i udvortes Land og Rige og hjemme hos dem selve;
Og ég stenst ekki freistinguna að halda aðeins áfram:
men vise og lærde Mænd, som have været i Rom, Italien, Frankerige og Spanien, de
kunne vel sige, hvor meget de vide der at sige af de Goter, som vare danske, svenske
7 Prentað í Christjem Pedersens Danske Skrijter, V, Kaupmannahöfn, 1856, bls. 354—437, og
partur úr Óláfs sögu Tryggvasonar í bók Vedels, Svend Tiuveskœg, Kaupmannahöfn, 1705, bls.
94-162.