Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 154
152
Jon Gunnar Jorgensen
hus. Christjern var konunglegur biblíuþýðandi og fyrrverandi hirðprestur Krist-
jáns II, og þó að þeir væru að vísu hvor í sínum flokknum í stjórnmálunum, hafa
þeir eflaust getað haft ánægju af að tala saman. Enginn vafi leikur -á að þeir
þekktust, og má jafnvel telja víst að þeir hafi verið vinir. Um það höfum við
skemmtilegan vitnisburð. Liibeck var lokað haustið 1534, og Eske Bille var
kallaður til Rostock í staðinn. Þangað kom hann 20. nóvember og skrifar konu
sinni strax að hann sé kominn heill á húfi. Aftur gegnir Christjern Pedersen
hlutverki bréfberans. Eftir dauða Kristjáns I 1533 hafði Christjern aftur gert sér
vonir um að fá Kristján II fyrir konung. í slagtogi við Jorgen Kock, borgarstjóra
í Málmey, vann hann fyrir málstað Kristjáns, og hefur líklega átt erindi til
Liibecksmanna útaf þessu. Bréfið sem hann tekur með frá Eske Bille er til, og líka
annað bréf þar sem Bille skrifar beinum orðum að „Mester Christjern udi Malmo“
hafi tekið það með.15
Ef Jón hefur gert ágrip Christjerns Pedersens, og ef handritin hafa verið geymd
á Bergenhus, er verkið örugglega unnið nokkru eftir 1532, líklegast um siðaskiptin
1537. Ef sú ágiskun er rétt, að Eske Bille hafi verið milliliður þýðandans og
Christjerns, eru ágripin líklega skrifuð sumarið 1536 eða stuttu síðar.
Agrip Christjerns Pedersens marka upphaf blómlegrar starfsemi í Bergen, þar
sem konungasögur voru þýddar eða notaðar sem heimildir annarra rita. Þýðingar
Mattisar Storssonar og Laurents Hanssonar urðu til um miðbik aldarinnar, og 30
árum seinna hóf Peder Clausson ritstörf sín á ögðum, en Jón Símonarson tengir
hann einnig við Bergen. Frá því um 1560 eru Heimskringlu-ágripin í Sth 84 fol,
líklega skrifuð á Bergenhus, og frá sama stað og tíma er ritið Bergens Fundas, sem
fjallar um sögu Bergen frá því að borgin var grundvölluð og til samtíma höfund-
arins. Einn þekktasti húmanisti frá Bergen var skjólstæðingur Geble Pedersens,
Absalon Pedersen Beyer. Hann notaði líka konungasögurnar sem heimildir, til
dæmis í ritinu Om Norges Rike frá 1567.16
Bæði sem þýðandi íslenskra bókmennta og sem fræðimaður hef ég starfað á
krossgötum íslenskrar og norskrar menningar. En táknmynd sameiginlegrar
menningar okkar Norðmanna og íslendinga eru konungasögurnar. Mér þótti því
vel við hæfi að tala hér um fyrstu þýðinguna og fyrsta þýðanda íslenskra bók-
mennta í Noregi. Ekki síst sökum þess að sá texti var tekinn úr konungasögum.
15
16
Frá þessu hefur Brandt sagt ítarlegra í Om Lunde-kanniken, bls. 305-311.
Gustav Storm (útg.), Historisk-topografiske Skrifier om Norge og norske Landsdele, Christiania,
1895.