Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 156
154
Elín Bára Magniísdóttir
Þau „vondu dæmi“ sem Jón nefnir hér og vill að lesendur „forðist“ er ætlunin að gera
að umtalsefni hér. í þeirri umfjöllun verður stuðst við svonefnt frásagnarlíkan sem
danskir bókmennta- og táknfræðingar hafa verið að þróa á síðustu árum. Hér er um
að ræða greiningu á formgerð þroskasögu sem hefur sálarháskann að þungamiðju,
eða það sem ýmist er nefnt katastrófaeð a krísai erlendum málum. Með því að gera
þettalíkan að leiðarvísi í umfjöllun ásögujóns erætlunin aðsýnafram áaðsjálfsævi-
sögulega þætti hennar megi skoða í samhengi og að þeir feli í sér drætti þroskasögu
sem séu sömu gerðar og greind er í frásagnarlíkaninu. En áður en lengra er haldið
verður fjallað um frásagnarlíkanið og notkunarmöguleika þess.
II
Frásagnarlíkanið (diagese-model) varð til í þeirri tilraunastarfsemi sem átt hefur
sér stað innan frásagnarfræðinnar hin sfðustu ár við að finna vænlegar leiðir til að
þróa áfram framvindulíkan A.J. Greimasar. Framvindulíkanið er þeim annmörk-
um háð að nýtast best til greiningar á bókmenntaverkum sem eru einföld að gerð,
s.s. afþreyingarbókmenntum, og því reynst lítilsmegnugt við greiningu á flóknari
skáldverkum. Ymsar leiðir hafa verið reyndar í þessari þróunarstarfsemi, leiðir sem
ekki er unnt að tíunda hér, en með frásagnarlíkaninu hefur verið reynt að fanga
frásagnarferli sálfræðilegrar þróunar eða þroskaferil söguhetja.
Hugmyndin að frásagnarlíkaninu er eignuð danska táknfræðingnum Per Aage
Brandt. Hann kom fyrstur fram með þá hugdettu að víkka mætti framvindulíkan
Greimasar út með hugtökum úr sálgreiningu Jacques Lacans. Brandt útfærði hins
vegar aldrei hugmyndina á skipulegan hátt en síðan hafa aðrir danskir bókmennta-
og táknfræðingar gert það (sbr. Jörgensen, 1988: 13-14). Hér verður stuðst við
útfærslu og framsetningu Harly Sonne og Christian Grambye á líkaninu sem er
að finna í grein þeirra „3-D. Fortælling og forlöb“ er birtist í greinasafninu Det
fortaltes forlöb. Ny narratologisk forskning (1987).
Framvindulíkanið er sem fyrr segir sá grundvöllur sem frásagnarlíkanið byggir
á. Það er hugsað sem hringferli: d1 er upphafsstaðan, þaðan sem söguhetjan leggur
upp, og er sjálfstæður menningarheimur (sbr. Sonne ogGrambye, 10). Frád1 flyst
söguhetjan til d2 sem einnig er sjálfstæður menningarheimur. d2 er miðja frásagn-
arinnar, í hinum aristótelíska skilningi, og lokastaðan er flutningur til baka á d'.
S1 ogS2eru gerendur (subjekt) sem draga viðfangið (objekt) og þar með frásögnina
frá d1 til d2 og til baka á d1:
gaf út. Kaupmannahöfn. Bls. 3. Hér eftir verður vitnað til þessarar útgáfú innan sviga á eftir
tilvísunum. Sagan er hér hins vegar nefnd Reisubók eftir útgáfú Guðbrands Jónssonar (1946)
enda þekktari undir því heiti.