Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 164

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 164
162 Elín Bára Magnúsdóttir Síðan gjörðist hann hinn mildasti, drakk mjer til og sinn skerdisk með góðri fæðu afhenti. Yfir þessu undruðust menn stórlega. (93) Caspar missir síðan tvo syni úr pestinni, leggur í kjölfarið mikið hatur á Jón sem hann kennir um sonarmissinn og hyggst hefna sín á honum. Hann leggur til atlögu við hann eitt kvöld þegar Jón á vaktina, læðist að Jóni og ætlar að leggja til hans spjóti. Jón verður hins vegar var við hann og grípur til þess ráðs að öskra hástöfum. Við það bregður vaktmeistaranum svo að hann hrökklast til baka og játar sig síðan kjökrandi sigraðan. Morguninn eftir verður Caspar aftur að láta í minni pokann fyrir orðfimi Jóns. Caspar spyr Jón hvort það hafi verið meining hans að gera sig vitstola kvöldið áður. Jón svarar því til að það verði hann að meta og bætir síðan við: „en svo hann skildi mig tíðkaði eg gamalt málstæki, að sá byði sitt hár, sem annars reytti, og gekkegsvo út.“ (95) Þaðerþásem Hans Tobrich, vinur Caspars, ráðleggur honum að láta af deilu þeirra Jóns þar sem það hafi lítið upp á sig fyrir Caspar að eiga í útistöðum við valdalausan mann, að það sé lítil „gustuk vera við mig framandi og einstaka mann kíf að byrja án sakar, því hvorki sje líf nje dauði í minni [svo] höndum." (95) Svo fer að Caspar býður Jóni sátt yfir glasi og segir Jón að hann hafi síðan látið sig í meinleysi á meðan hann var á Krónborgarkastalanum. IV Þegar Jón kemur frá Krónborg tekur hann aftur til starfa í týhúsinu við vaktgæslu. Þar lendir hann í hinni hatrömmu deilu við Adolph Friederich Grabow, æðsta arkelímeistara týhússins. Aðdragandinn að deilu þeirra var sá að Jón hafði beðið Grabow, vegna bónar fjögurra íslenskra manna, að koma á leynilegum fundi milli þeirra og konungs. En þessir menn voru komnir frá Islandi í þeim erindagjörðum að kvarta yfir einokunartaxtanum (sbr. Sigfús Blöndal 1908-9: 140). Grabowtók dræmt í þetta í fyrstu en lét síðan tilleiðast „þó hann vissi sjer það ei vel tilstanda að gjöra nein samtök við framandi í gegn sinni landsþjóð,...“ (141). Þeir Jón bindast síðan fastmælum um að mennirnir haldi sig í herberginu sem þeir höfðu á leigu og bíði þar eftir boðum frá Grabow. En mennirnir fjórir urðu brátt að segja upp herberginu og flytja í annað ódýrara því peningarnir höfðu farið í hið ljúfa líf— „öls dýrleika“ eins og það er orðað. Sendiboði Grabows kemur því að tómum kofanum þegar hann ætlar að flytja þeim boðin. Við þessi tíðindi verður Grabow ævareiður og túlkar þau svo að hér hafi Jóni tekist að gabba sig og er staðráðinn í að hefna hans. Hversu harkalega Grabow gekk fram í því að ná sér niðri á Jóni má skoða í tengslum við það hvernig Jón kom fram við fyrrum yfirmenn sína. Grabow hefur ekki ætlað að láta Jón komast upp með slíka djörfung við sig þrátt fyrir að Jóni hafi tekist það áður. Framganga Grabows í málinu bendir ennfremur til að honum hafi fundist Jón hafa gengið of langt í dirfsku sinni og hefur ætlað í eitt skipti fyrir öll að binda enda á hana. Það að Jón var íslendingur getur einnig hafa skipt máli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skáldskaparmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.