Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 165
Afsálarháska Jóns Indíafara
163
því svo virðist sem Grabow hafi haft horn í síðu þeirra. Eitt sinn gat Grabow
a.m.k. ekki leynt Jóni viðhorfi sínu til landa hans en þá gat Jón óhræddur jafnað
um kauða með orðfimi sinni því deila þeirra var um garð gengin:
Einn tíma í frávist kóngs segir Grabov til mín, eg og eitt hundrað af mínum
landsmönnum, hann vildi þeir væri sjer undirgefnir til þvílíks verks, og hann eftir vild
sinni mætti yfir þeim herskja og drottna. Þá ansaði eg brosandi og segi samt þjóti í
þeim skjá, en ekki sagðist eg ósk hans svo mjög afvirða, að með því nokkuð framgengi
eftir minni ósk og vild, að það hundrað, sem hann um bæði, væri allir sem Grettir
sterki og Ormur Stórólfsson eður slíkir fleiri. Þá brosaði alt compagníið, en hann
andvarpandi í burt fór. (172)
Grabow hafði gefið prófossinum, umsjónarmanni herdeildar, þá skipun að hann
skildi taka Jón fastan fyrir minnstu yfirsjón. Prófossinn grípur síðan tækifærið og
tekur Jón fastan þegar hann mætir eitt sinn aðeins of seint á vaktina. Óréttmæti
handtökunnar sést best á því að tveir félagar Jóns, sem mætt höfðu með honum
of seint, fengu að fara á vaktina. Þessir félagar Jóns höfðu beðið hann að koma
með sér á skipherrahús að drekka öl fyrir vaktina í þeim tilgangi að halda á sér
hita en kalt var í veðri. Prófossinn kærir síðan Jón fyrir þrjú atriði: „fyrst kvað
hann mig drukkinn uppá vaktina komið hafa, þar næst vaktina forsómað, í þriðja
lagi sverð til sín dregið“ (144). Hvað síðustu ákæruna varðaði hafði Jón dregið
upp verju sína við handtökuna þegar prófossinn miðaði á hann byssu en var nú
túlkað sem að Jón hafi dregið sverð til hans. Jón neitaði öllum ákærum en
prófossinn tók það ekki til greina og lét setja Jón í fangelsi.
Grabow fékk því síðan framgengt hjá yfirvöldum týhússins að fyrir þessi
ákæruatriði skyldi Jón settur í Bláturn. Þar mátti Jón síðan dúsa í einn mánuð.
Jón getur þess að á þeim tíma hafi kóngur komið upp á höllina en Grabow leynt
því fyrir honum að Jón væri í Bláturni því hann hafi ætlað að knýja fram
dauðadóm án vitundar kóngs. Það að Grabow hafi viljað leyna kóngi þessu bendir
til þess að hann hafi metið stöðuna þannig að hann hefði ekki náð fram
dauðadómi á hendur Jóni með samþykki kóngs eins og síðar átti eftir að koma á
daginn. Það má síðan túlka á þann hátt að Jón hafi þá notið svo mikils
virðingarsess að yfirmanni týhússins var ekki heimilt að gera hvað sem var við
hann. Virðing sú sem Jón naut í týhúsinu kemur einnig fram í viðhorfi annarra
til hans á meðan á málaferlunum stóð, bæði yfirmanna og starfsfélaga, sem
hörmuðu mjög örlög hans en fengu ekkert að gert. Raunar kemur Grabow upp
um fyrirætlan sína þegar íslenskir vinir Jóns fá háttsetta menn í Kaupmannahöfn
til að fara á hans fund og tala máli Jóns. Þeir flytja Grabow þau boð að ef hann
verði ekki við kröfu þeirra muni vinir Jóns skjóta málinu til kóngs. Við það
bregður Grabow mikið og segist muni milda dóminn en hann hafi þetta „gjört
öðrum til viðvörunar og mína djörfimg þar með að lægja, og leiddi þá af með
góðyrðum og mildri ræðu svo ei skyldi fyrir kóng koma“. (148) En við þau orð
stóð Grabow ekki.
Þegar mál Jóns er síðan tekið fyrir í týhúsréttinum fær Grabow því framgengt