Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 167

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 167
Af 'sálarháska Jóns Indíafara 165 Það háttalag má túlka í ljósi líkansins sem fallíska samsömun. Þessi staða í líkaninu tilheyrir enn hinum ímyndaða veruleika því það er ekki fyrr en í næstu stöðu (þ.e. fallísk vönun) sem söguhetjunni er kippt inn í napran veruleikann. Frásögn Jóns af viðskiptum sínum við yfirmennina ber þess merki að vera ímyndun hans, eða öllu heldur í samræmi við þær væntingar sem hann hafði gert sér um stöðu sína innan herliðsins. Sjálfumgleði hans og stolt yfir framgöngu sinni fer ekki fram hjá þeim sem les því Jón færir óhikað í stílinn og þá einkum þegar kemur að eigin ágæti. En þótt sjálfsánægjan nái tökum á höfundi á þessu stigi málsins líður að því að hin vasklega hetja þarf að lúta í lægra haldi fyrir yfirboðurum sínum. Ákæru Grabows og skipun um fangelsun Jóns má túlka í ljósi líkansins sem beina afleiðingu af framkomu hans við yfirmennina, þ.e. sem fallíska vönun. Hér fær Jón sína fyrstu viðvörun um að hafa gengið of langt með framkomu sinni og um leið er ofmetnaði hans og sjálfumgleði varpað fyrir róða. Jón lætur líta svo út að ákæran á hendur sér hafi verið á misskilningi byggð en getur þess þó síðar að ætlun Grabows hafi verið að „lægja sína djörfung“. (148) Sé frásögn Jóns á rökum reist er ljóst að Grabow hefúr ekki getað kært hann fyrir framkomu sína heldur þurft að búa til ákæru sem kom heim og saman við refsiverð ákvæði í lögum. Með djarfri framkomu sinni hefur Jón því ekki gerst sekur um lagabrot heldur vanvirt óskráðar siðareglur sem giltu um samskipti undirmanna við yfirmenn. Næsta staða í líkaninu er kennd við lömun en það ástand má heimfæra upp á líðan Jóns á meðan hann situr í Bláturni og bíður dóms og laga, gagntekinn af ótta yfir eigin örlögum. Dauðadóminn yfir honum má síðan túlka sem táknlega vönun eða sem hans „symbólska dauðdaga“ innan herliðsins. Eftir þá niðurlæg- ingu á Jón ekki heimangengt aftur innan herliðsins enda búinn að fyrirgera rétti sínum hjá hæstráðendum þar. Hér upplifir Jón táknlega vöntun og ákveður að yfirgefa týhúsið. Málaferlin leiða síðan til þess að Jón lærir af eigin mistökum, sbr. merkingarbœr þekking, sem hann miðlar síðar til lesenda sinna og sýnir í samskipt- um við næsta yfirmann sinn í Indíareisunni. Atburðafléttuna má setja fram á eftirfarandi hátt: (+)F Félagsleg aðlögun Jón: Heilræði til lesenda Eftir málaferlin komu sinnaskipti Jóns fram því hann eirði ekki lengur í týhúsinu og vildi komast þaðan burt. Félagar hans hvöttu hann til að koma með sér til Svíþjóðar að þjóna kónginum þar en Jón vildi ekki rjúfa þá eiða sem hann hafði gert við Danakonung. En það hefði litið illa út fyrir hann effir allt sem á undan (-) b m Blátum Heima Utanreisa (Xi. Grabow: Ákæra og fangelsun H M Dirfska við Yfirgefur yfirmenn týhúsið og fer til Indía i Grabow: Dauðadómur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skáldskaparmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.