Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 174
172
Gunnar Harðarson
brúnarskáld, Gissur Gullbrárskáld og Þorfinn munn. Rakinn er æviferill skáld-
anna eftir heimildum í sagnaritunum, deili sögð á kveðskap þeirra, gefin dæmi
og einstaka vísur skýrðar. Annar hluti er ágrip af bragfræði og nefnist „Fáein orð
um helztu bragarhætti hjá fornmönnum“. Þar er gerð grein fyrir þremur megin-
greinum bragarhátta, fornyrðalagi, runhendu og dróttkvæðu, og skýrð helstu
einkenni þeirra. Þriðji hluti fjallar um höfunda tímabilsins frá 1056—1263, bæði
skáld, fræðimenn og sagnaritara. Byrjað er á þeim Sæmundi og Ara fróða, þá er
þáttur um ritmál að fornu, en síðan fjallað um Einar Skúlason, Snorra Sturluson,
Ólaf hvítaskáld og Sturlu Þórðarson. Eins og í fyrsta hlutanum er rakinn æviferill
höfundanna eftir heimildum og gerð grein fyrir ritum þeirra og kvæðum. Ekki er
Ijóst, á þessu stigi málsins, hvort né þá hvaða fyrirmyndir Sveinbjörn kunni að
hafa haft við samsetningu bókmenntasögunnar, hvort hann fylgi þar erlendum
ritum eða innlendri hefð, t.d. við vísnaskýringar, eða einfaldlega eigin hyggjuviti
út frá þeim heimildum sem honum voru tækar. Væntanlega verður auðveldara að
spyrja slíkra spurninga og svara þeim eftir að bókmenntasagan er komin á prent.
Tildrög þess að Sveinbjörn skrifaði bókmenntasögu sína eru þau að samkvæmt
reglugerð skyldi tekið að kenna íslensku sem sérstaka grein í Lærða skólanum:
Hvað kennslunni viðvíkur, þá er lærdómurinn í skólanum með nýrri reglugjörð
aukinn, við það sem áðr var títt [. . .] með því, að nokkurum lærdómsgreinum er
viðbætt [. . .] sömuleiðis sérílagi íslenzku, og er að því leyti tiltekið, að venja skuli
Lærisveina til að rita móðurmál sitt rétt, hreint og snoturt, og gera þeim kunnuga
bókmentasögu íslendinga.11
Fyrsta árið var aðeins kenndur íslenskur stíll, en næsta ár er kennslan viðameiri.
Samkvæmt skólaskýrslum12 var bókmenntasaga Sveinbjarnar þó aðeins lesin
veturinn 1847-48, í 3. bekkjar neðri deild.13 í skólaskýrslunni segir:
Tveimur stundum í viku var varið dl að lesa fyrir ágrip af íslenzkri bókmentasögu fram
11 Skólasetning í Reykjavík 1846, Skólarœður Sveinbjamar Egilssonar, Haraldur Sigurðsson sá um
prentun, Reykjavík, 1968, bls. 77.
12 Skótaskýrsla fyrir Reykjavíkur Lerða Skóla, árið 1847—48, af Dr. theol., rektor S. Erilssyni,
Reykjavík, 1848.
13 í 3. bekkjar neðri deild sátu þá þessir nemendur: 1. Skúli Gíslason (1825-1888), síðar prestur
að Breiðabólstað í Fljótshlíð; hann skrifaði upp þjóðsögur handa Jóni Árnasyni. 2. Sveinn
Skúlason (1824-1888), síðar þingmaður, ritstjóri og síðan prestur að Staðarbakka og Kirkjubæ
( Tungu; hann ritaði um ævi og rit Sturlu Þórðarsonar í Sajhi til sögu íslands og íslenskra
bókmennta, 1, 1856, bls. 503-639. 3. Guðbrandur Vigfússon (1827-1889), fræðimaður, síðast
í Oxford; sá sem Vigfússon-Cleasby orðabókin er við kennd. 4. Hermann Jónsson (1825-1894),
sýslumaður, faðir Halldórs Hermannssonar, bókavarðar í Ithaca. 5. Björn Pétursson (1826-
1893), alþingismaður og síðar prestur í Winnipeg. 6. Jón Þórðarson (1826-1885), prestur í
Auðkúlu. 7. Benedikt Sveinsson (1827-1899), sýslumaður, faðir Einars Benediktssonar. 8.
Þorfmnurjónatansson (1823-1883), verslunarstjóri í Hafnarfirði og síðar kaupmaður í Reykja-
vík. 9. Jón Þórvarðarson (1826-1866), prestur, síðast í Reykholti. 10. Sigurgeir Jakobsson
(1824-1887), prestur í Grundarþingi. 11. Bergur Jónsson (1825-1891), prestur, síðast í
Vallanesi. 12. Halldór Guðmundsson (1826-1904), síðar aðjúnkt við Reykjavíkurskóla.