Skáldskaparmál - 01.01.1994, Qupperneq 175
Um bókmenntasögu Sveinbjamar Egilssonar
173
til 13. aldar, svo og stutt ágrip af hinum fornu bragarháttum, og munnlega hlaupið í
gegnum háttatal Snorra, v. 1-30. Fám sinnum fyrirsett ritsefni á íslenzku.14
Efri deild 3. bekkjar virðist hafa haft íslenska ritgerð tvær stundir í viku í stað
bókmenntasögunnar, en meðal þeirra sem þar sátu voru Helgi Hálfdanarson, Jón
Þorkelsson og Magnús Grímsson. Sama vetur kenndi Gísli Thorarensen í 1. bekk
Droplaugarsona sógu og lestrarbók Halldórs Kr. Friðrikssonar; hann lét lesa
málfræðiágripið framan við lestrarbókina og skrifa einn íslenskan stíl í hverri viku.
Eftir miðsvetrarpróf las hann fyrir goðafræði Norðurlanda „og komst eg út með
þeim sjálfar goðasagnirnar, og las þær upp með þeim aptur fyrir vorprófið.“15 í 2.
bekk lét Gísli líka lesa Droplaugarsona sögu, „Gylfaginníngu eptir útgáfu Dr.
Egilssonar til bls 23“, og einu sinni í viku norræna goðafræði, „er eg útlagði að
miklu leyti eptir Nordmændenes Religionsforfatning i Hedendommen af Keiser“.
Auk þess las Gísli í 1. og 2. bekk kvæði Bjarna Thorarensen og Jónasar Hallgríms-
sonar, og skýrði „það sem þúngskilið hefur þókt og fornyrt.“16 Meðal nafnkunnra
manna sem sátu í öðrum bekk þennan vetur var Steingrímur Thorsteinsson.
Veturinn eftir, 1848—49, tók Halldór Kr. Friðriksson við íslenskukennslunni í
skólanum og féll þá niður öll kennsla í bókmenntasögu í 3. bekk, ef marka má
skólaskýrslur. Höfðu menn íslenskan stíl í staðinn og svo norræna goðafræði;
hefur þá vafalaust verið notuð Eddu-útgáfa Sveinbjarnar. í 4. bekk var, auk
ritgerðasmíða, lesið Háttatal. Með þessu lagi virðist kennslan einnig hafa verið
veturinn 1850-51, að því undanskildu að þá var Þórðarsaga hreðu lesin í 2. bekk.
Halldór Kr. Friðriksson samdi síðar íslenska bókmenntasögu sem lesin var fyrir í
skólanum og er til í nokkrum afskriftum í Landsbókasafni.
í skólaskýrslur Reykjavíkurskóla vantar skólaskýrslu frá pereatsvetrinum 1849—
50. Líklegt er þó að þann vetur hafi Sveinbjörn byrjað aftur að lesa fyrir
bókmenntasöguna í skólanum og liggja til þess þau rök, meðal annars, að ein
uppskriftin af bókmenntasögunni (ÍB 486, 4to) er komin frá Bergi Thorberg
(1829-1886), síðar landshöfðingja, en hann var í þriðju bekkjar neðri deild
veturinn 1849-50.17
I bréfi til Jóns Sigurðssonar, dagsettu 4. mars, 1848, skrifar Sveinbjörn:
En af því að í skólanum hafði verið tekið til að kenna Mychologíu Norðurlanda og
einhverja byrjun til bókmentasögu, þá datt mér í hug að gefa út sem prógram textann
af Sn. Eddu, og hann er núna nýfarinn frá prentverkinu. En einginn fær hana af piltum
gratis, eins og vant var, fyrir Stiptinu, og heldur dýrt þyki mér að setja 1 rd uppá einar
9 1/4 örk. Ja, egskipti mérekki afþví, egvil ekki eigahana ogekki sjáhana, svei henni!
14 Skólaskýrsla, 1847—48, bls. 1 1.
Skólaskýrsla, bls. 14.
16 Sama rit, bls. 15.
17 20. júní 1849, að loknum maíprófum, er gerð bekkjarskipan sem ætti að hafa gilt veturinn
1849-50. Meðal þeirra sem skráðir eru í 3. bekkjar neðri deild eru Bergur Thorberg (1824-
1886) landshöfðingi, Jón Þorleifsson (1825-1860) prestur, skáld og þjóðsagnaritari, og Stein-
grímur Thorsteinsson (1831-1913) skáld og rektor. (Skólaskýrsla, 1848—49, bls. 20.)