Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 176
174
Gunnar Harðarson
Hún nær hvert heldur er ekki nema að málslistarritgjörðunum. En sannarlega vantaði
Sæmundareddu, og hana ættuð þér að útgefa og gegnumgánga Cod-Reg. að nýu, eins
og þér hafði gert á Sn. Eddu.18
Síðari hluti Snorra Eddu, þ. e. málfræðiritgerðirnar fjórar, komu út veturinn
eftir, sbr. bréf Sveinbjarnar til Jóns Sigurðssonar 2. mars 1849.19 Sveinbjörn og
þeir Bessastaðamenn höfðu reyndar notað, eins og títt var erlendis, boðsbréf af
ýmsu tagi sem eins konar tímarit fyrir ýmiss konar fræðilegar rannsóknir og
útgáfur; í þeirri mynd kom til dæmis þýðing Sveinbjarnar á Odysseifikviðu og
þannig komu út sem skólaboðsrit á Bessastöðum ýmsar útgáfur á fornum ritum
íslenskum: Hugsvinnsmál í útgáfu Hallgríms Scheving (1831), Ólafi drápa
Tryggvasonar er Hallfreður orti Vandræðaskáld í útgáfu Sveinbjarnar (1832), Brot
afiPlacidus-drápu í útgáfu Sveinbjarnar (1833), Forspjallsljóð eður Hrafnagaldr
Óðinsí útgáfu Hallgríms Scheving (1837), Fjögur gömul kvœði: Harmsól, Líknar-
braut, Heilags anda vísur og Leiðarvísan, í útgáfu Sveinbjarnar (1844). Og í
boðsritum Reykjavíkurskóla komu EddaSnorraSturlusonar(\847-48), Ritgjörðir,
tilheyrandi Snorraeddu (1848-49) og Tvö brot afiHaustlöng og Þórsdrápa (1851),
allt í útgáfu Sveinbjarnar. I þessum ritum eru formálar og skýringar á efni
kvæðanna og ritanna og eru þau því ljóslega þættir í sömu viðleitni og fram kemur
í Bókmentasögu Islendinga. Hafa má í huga, að Háskóla Islands var komið á fót
árið 1911 með því að steypa saman Prestaskólanum (1847), Læknaskólanum
(1876) og Lagaskólanum (1908), — að viðbættum íslenskum fræðum. En
skipuleg kennsla á því sviði hófst í Lærða skólanum í Reykjavík haustið 1847.
*
Bókmentasaga Islendinga er varðveitt í að minnsta kosti níu handritum og hand-
ritabrotum. Aðalhandritið er eiginhandarrit höfundarins í Lbs 280, 8vo á 80
tölusettum blaðsíðum, auk innskotsblaða. Fyrirsögn þess er einfaldlega ‘Bók-
mentasaga’. Með því eru bundin ýmis blöð með skrám yfir prentaðar bækur seinni
tíma, mest með hendi Þorsteins Gíslasonar á Stokkahlöðum, og bera yfirskriftina
‘Islenskra bóka titlar’. Bindið virðist því vera eins konar vísir að íslenskri bók-
18 Bréf til Jóns Sigurðssonar, bls. 50. — f formálanum að Eddu Snorra Sturlusonar kemur einnig
fram hve mikinn þátt íslenskukennslan í Lærða skólanum átti í því að bókin var gefin út: „Þegar
farið var í vetur að kenna lærisveinum hér við skólann norræna goðafræði, og jafnframt var gert
ráð fyrir, að þeir, þegar fram liði stundir, feingi tilsögn í norrænum skáldskap: þá þókti þörf á,
að þeir hefðu einhvern þann bæklíng, er innihéldi nokkurn grundvöll til þess hvortveggja. En
það er einmitt Snorra-edda, sem inniheldur þetta hvortveggja; því í Gylfaginníngog á nokkrum
stöðum (í Bragaræðum og) Skdldskaparmálumeru framsettar goðasögurnar, en í HáttataliSnonz
eru norrænir bragarhættir og margskonar tilbreytíngar þeirra ítarlega útlistaðir, og í Skáldskapar-
málum raktar ýmsar kenníngar og talin hluta-heiti og uppruni og tildrög nokkurra kennínga.
Þetta var nú tilefnið til þess, að eg fór að gefa út þessa Snorra-eddu.“ (Edda Snorra Sturlusonar
eða Gylfaginníng, Skáldskaparmál og Háttatal. Utgefin afSveinbirni Egilssyni Rektor og Dr. Theol.,
Reykjavík, 1848, Formáli, bls. II.)
19 BréftilJóns Sigurðssonar, bls. 52.