Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 177
Um bókmenntasögu Sveinbjarnar EgiLssonar
175
menntasögu frá upphafi og fram yfir miðja 18. öld. Handritið hefur upphaflega
verið skrifað áður en útgáfa Sveinbjarnar á Eddu Snorra Sturlusonar kom úr
prentun vorið 1848, en síðan lagfært til samræmis við þá útgáfu. Sama er að segja
um nokkrar leiðréttingar á innskotsblöðunum sem hafa verið gerðar eftir að
Ritgjörðir tilheyrandi Snorraeddu voru komnar úr prentun.
Bókmenntasagan er einnig varðveitt í uppskriftum nemenda Lærða skólans
veturinn 1847—48 eða afritum þeirra: Lbs281 8vo,JS 128 8vo,JS 129 8vo (m.h.
Halldórs Guðmundssonar), Lbs 1268 8vo (m. h. Skúla Gíslasonar) og Lbs 595
4to. Auk þess eru tvær uppskriftir líklega frá vetrinum 1849-50: örlítið brot í Lbs
231 8vo og ÍB 486 4to sem komið er frá Bergi Thorberg, en hefixr verið í eigu
Halldórs Hermannssonar frá 1889. I þessum síðastnefndu handritum kemur
kaflinn „Inntak Sonatorreks" á undan umfjölluninni um Arinbjarnarkviðu og
Ulfur Uggason er nr. 5 í röðinni af skáldum fyrsta tímabilsins. Báðir þessir kaflar
eru á lausum innskotsblöðum í handriti Sveinbjarnar og með örlítið frábrugðinni
stafsetningu. I síðara handritinu er ennfremur kaflanum um norsku skáldin og
Þjóðólf (sem er á innskotsblaði í eiginhandarritinu aftan við „Inntak Sonator-
reks“) skotið inn í inngangskaflann fremst í bókmenntasögunni. Hins vegar nær
texti þessa handrits aðeins yfir rúman helming fyrsta hluta bókmenntasögunnar,
og gæti það rennt stoðum undir þá tilgátu að ofangreind tvö handrit séu frá
óróavetrinum 1849-50. Loks er svo eitt handrit, IB 423 8vo, skrifað af Þorsteini
Jónssyni, síðar lækni í Vestmannaeyjum, „í páskafríinu 1861“ og þar er bók-
menntasagan eins og segir á titilblaði „enduð 30/4 6l“. Það handrit virðist vera
að mestu leyti samhljóða handritunum frá 1847—48. Ekki hefur gefist tóm til að
huga nánar að tengslum uppskriftanna eða innra samræmi þeirra, né heldur að
því hvort þeim beri saman um frávik frá eiginhandarritinu og endurspegli þar
með í sameiningu lestur Sveinbjarnar upp úr því. Þess skal aðeins getið að í Lbs
281 bregður fyrir tilhneigingu til málvöndunar miðað við eiginhandarritið og
orðaröð er á stöku stað eðlilegri.
Við útgáfu þessa er fylgt eiginhandarriti Sveinbjarnar í Lbs 280 8vo. Eins og
fram hefur komið, eru í handritinu nokkrir kaflar á lausum blöðum með hendi
Sveinbjarnar sem eru ekki í uppskriftunum frá 1847—48, en koma fram í
uppskriftunum frá 1849-50. Þessir viðaukar eru prentaðir hér neðanmáls á
viðeigandi stöðum. A stöku stað hafa verið teknir upp fyllri leshættir úr Lbs 281,
og eru þeir hafðir innan [hornklofa]. A stöku stað, þar sem vísað er til Snorra Eddu
í textanum, eru blaðsíðutöl sett innan [[tvöfaldra]] hornldofa og táknar það að
þau hafa verið strikuð út í handritinu; þau eiga yfirleitt við útgáfu Rasks á Snorra
Eddu. Greinaskilum hefur verið fjölgað fyrir skýrleika sakir og leyst er úr böndum
og skammstöfunum eða þær samræmdar (ritsafnið Fornmannasögur er t.d.
skammstafað „Fms.“ og Snorra Edda „Sn.Ed.“, en skammstafanir fyrir þessi rit
eru með ýmsu móti í handritinu). Ekki hefur verið hróflað við texta eiginhand-
arritsins að öðru leyti, né heldur reynt að samræma stafsetningu eða orðmyndir.
Varðandi stafsetnínguna verðr að hafa í huga að hún var töluvert á reiki á fyrri
hluta 19. aldar og nokkuð um hana deilt, bæði um stafsetningu í samtímaritum