Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 178
176
Gunnar Harðarson
og einnig um stafsetningu fornrita. Ritar Sveinbjörn Jóni Sigurðssyni „sem er allra
manna glöggskygnastur og ritvandastur á gömul bókfell og handrit“20 langt bréf
um stafsetningu fornrita (15. febrúar 1836) ogsíðar um eigin reynslu af stafsetn-
ingu nútímamálsins (1. mars 1845):
Vandt er nú orðið að rita málið okkar, skal eg halda, bæði sé eg það á Fjölnis 7da ári,
þarsem 4 þættir og Skírnir eru krítiseraðir, og líka er eg nú að reka mig á það sjálfur.
Því Stiptið skrifaði mér til fyrir jólin og sagðist hafa í huga að gefa út Utl. mína af
Odyssea og spurði hvert eg vildi breyta nokkuru í henni. Gekkst eg þá undir að laga á
stöku stað orðatiltæki og einkum haga stafsetníngunni, sem áður var sitt með hvoru
mótinu í hverju boðsriti, á þann hátt að hún yrði sjálfri sér samkvæm, að því leiti sem
eg hefði faung á. Hljóp egsvo í skrápana um jólin, ogleiðrétti þannig4 fyrstu bækurnar,
og hreinskrifaði þær aptur, því ekki varð leiðrétt í því prentaða vegna pappírsins, sem
var prentpp. og letursins, sem er nauða þétt. Nú liggja þessar 4 bækur hjá Hra G.
Magnússyni í Rvík, því honum var forvitni á að sjá þær. En þegar eg fann hann um
daginn, og okkur varð tilræðt um það, þá hafði eg ekkert meðalhóf ratað, ýmist rekið
mig á framburðinn, ýmist á Etymologíuna, og ýmist á eg veit ekki hvað.21
Þar sem hér er um frumútgáfu er að ræða, hefur sá kostur verið valinn að halda
stafsetningu og greinarmerkjasetningu frumritsins, enda gefur það nokkra innsýn
í viðhorf 19. aldar manna til íslensks ritmáls.22
20 Edda Snorra Sturlusonar, Formáli, bls. II.
21 BréftilJóns Sigurðssonar, bls. 47—48.
22 Útgáfa þessi er óbeinn afrakstur rannsóknardvalar við Stofnun Arna Magnússonar í Kaupmanna-
höfii haustið 1990. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsmönnum þar margháttaða aðstoð.
Ennfremur þakka ég starfsmönnum á handritadeild Landsbókasafns og Þjóðskjalasafni marg-
víslega snúninga og Bergljótu S. Kristjánsdóttur, Gísla Sigurðssyni, Svanhildi Óskarsdóttur og
Örnólfi Thorssyni yfirlestur og ábendingar.