Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 181
Bókmentasaga Islendínga
179
Böðvar son sinn, frumvaxta og efnilegasta mann, hann drukknaði á Borgarfirði.
Syrgði Egill hann svo mikið að hann ætlaði að svelta sig í hel, en Þorgerðr dóttir
hans, kona Ólafs Pá í Hjarðarholti, kom honum af þessu óráði, og fekk hann til
að yrkja kvæði eftir son sinn, en hún risti kvæðið jafnótt á kefli. Þetta kvæði er
24 erindi með fornyrðalagi; það er mjög skáldlegt, en ekki allauðskilið.2
2 Eftirfarandi kafli er á sérstöku blaði límdu inn á milli bls. 4 og 5 í LBS 280 8vo:
„Inntak Sonatorreks. í fyrstu 3 erindunum telr hann tormerki á, að hann muni fá nokkuð
kveðið fyrir harms sakir. Hann segir þegar í 1. erindi, að sér sé tregt um tungutak og hann fái
varla öndinni upp komið frá brjóstinu, og því sé ei von, að sér takist að yrkja. Hann byrjar svo:
Mjok erum'l tregt Er-a4' nú vænligt5'
túngu at hræra um Viðris þýfi;íl)
eðr loptvægi2* né hógdrægt2)
ljóðpundara.3) or hugarfylsknum.®'
1) = er-u-mk, er mér. 2) loptþúngi. 3) pundari, reizla hljóðs, Barki, loptvægi, loptþúngi
barkans, er loptið, sem vegr sig upp gegnum barkann, andardráttrinn. 4) er ekki. 5) vonlegt,
nokkur von. 6) kveðskap. 7) né það (v. þýfið) auðdregið. 8) upp frá brjóstinu.
Orsökina segir hann í 4. erindi, og kveðr svo:
því at ætt mín er-a kaskr3* maðr,
á enda stendr, sá er kögla ber
sem hræbarnar') frænda hræs'b
hlimar2^ marka; af fletjum5* niðr.
1) sundrmarðr. 2) = limar, skógarlimar. 3) kátr, glaðr. 4) kögla frændalíks, þ.e. dauðan líkama
náúnga síns. 5) rúmi hins dauða.
Nú minnist hann á föðurmissir sinn og móðurlát í 5. erindi en í 6. og 7. á son sinn, sem varð
sjódauðr, á skaða þann, er sjórinn hafði gert honum, og segir svo:
Grimt um hlið mjok hefr Rán
þat er hrönn um braut ryskt um mic
em ec of snauðr
at ástvinum.
Sleit marr bönd
föðr míns
á frændgarði;
veit ek ófúllt
ok opit standa
sonar skarð,
er mér sjár um vann,
mmnar ættar,
snaran þátt
af sjálfum mér.
í 8. og 9. segir hann, að ef hann gæti hefnt sonar síns með vopnum, þá mundi hann fara og
leggja til orustu við Rán, en hann segist ekki hafa afl til að berjast við hana, því allir sjái að hann
taki til að gerast gamall. í 10. 11. 12-17. erindi telur hann kosti Böðvars, í honum hafi verið
hermanns efni, ef honum hefði enzt aldr, hann hafi verið sér eptirlátur og stoð sín á heimilinu;
hann þurfi nú og sjálfr aðstoðar við, en fáum sé að trúa. Þessari stoð sé hann nú sviptur, því sonr
sinn sé kominn til himneskra bústaða, til að vitja annarra frænda sinna, móður sinnar, föður
síns, Skallagríms, föðurbróður Þórólfs Kveldúlfssonar, og bróður síns Þórólfs Skallagrímssonar.
{ 18.-20. erindi minnist hann á Gunnar son sinn, sem hafði dáið úr sótt litlu áður en Böðvar
drukknaði. í 21.-22. er. segist hann hafa verið vinr Óðins og treyst honum allt þar til hann nú
hafi slitið vináttu við sig, er hann hafi tekið frá sér báða syni sína. Þó játar hann, að Óðinn hafi
margt gott veitt sér, og telur helzt tvent til, skáldskapargáfuna og vitsmuni til að þekkja óvini
sína. Seinast segir hann í 24. erindi:
Nú er mér torvelt: Skal eg þó glaðr
Tveggja baga með góðan vilja
njörva nipt og óhryggr
á nesi stendr. heljar bíða.
Hér segist hann eiga úr vöndu að ráða, því systir Fenrisúlfs (Hel) standi á nesinu (Digranesi,
þar sem þeir Skallagrímr og Böðvar voru heygðir), og bíði sín þar; en þó kveðst hann skulu glaðr
og með fúsum vilja bíða dánardægurs síns; og er af niðrlagi kvæðisins að ráða, að honum hafi
verið horfinn sá hugr, að stytta sér stundir."