Skáldskaparmál - 01.01.1994, Qupperneq 182
180
Sveinbjöm Egilsson
c) Arinbjarnardrdpa er lofkvæði um Arinbjörn hersi. Eptir fall Eiríks blóðaxar
fór Arinbjörn til Hákonar konungs Aðalsteinsfóstra, og var með honum, uns
Hákon féll í bardaga móti sonum þeirra Eiríks konungs og Gunnhildar konunga-
móður í Storð á Fitjum; kom þá til ríkis Haraldr Gráfeldr, komst Arinbjörn hjá
honum í mikla kærleika og gerðist ráðgjafi hans og forstjóri fyrir liði og landvörn.
Þegar Egill frétti það til íslands, orti hann lofkvæði þetta um Arinbjörn vin sinn
og velgjörðamann; minnist Egill fyrst skáldlega og þakklátlega á lífgjöf þá, er hann
átti Arinbirni að þakka, svo og á aðstoð hans og trygga vináttu, og lýsir svo rausn
hans og örlæti. Kvæðið er með fornyrðalagi og meir en 23 erindi, en ekki hafa
menn það heilt.
Enn orti Egill 3 kvæði, sem nú eru ekki til heil. Eitt var lofdrápa um Aðalstein
Englandskonung, fóstra Hákonar konungs Haraldssonar. Þeir bræður Egill og
Þórólfr höfðu geingið á mála hjá Aðalsteini konungi og gerzt landvarnarmenn
hans. Þeir voru í bardaga með honum, þá hann barðist við Skota á Vinheiði, þar
féll Þórólfr 926. Aðalsteinn vann sigr í bardaganum og gaf Egli stórgjafir fyrir
hrausta framgaungu; var Egill hjá honum næsta vetr eptir og orti þá þetta kvæði;
þar af er ei tilfært nema 1 erindi í Egilssögu 55. kap., og 2 vísuorð, sem er stefið
í drápunni. Hin 2 kvæðin eru þakklætiskvæði fyrir 2 skildi, er honum voru gefnir.
Annan skjöldinn gaf Egli Einar Skálaglam, sá skjöldr var mesta gersimi, „hann
var skrifaðr [=málaður] fornsögum, en allt milli skriptanna voru lagðar yfir spengr
af gulli oc settr steinum.“ Egill orti drápu um skjaldargjöfina og er 1. erindið
tilfært í 82. kap. Egilssögu. Hinn skjöldinn sendi honum norrænn maðr Þorsteinn
Þóruson; þar um orti Egill drápu, sem kölluð var Berudrápa (þ.e. skjaldardrápa
[bera=skjöldur]), og er 1. erindi hennar tilfært í Egilssögu 83. kap. Báðar þessar
drápur hafa verið ákaflega vandaðar, enda eru þau 2 erindi, sem til eru af þeim,
mjög fornyrðt og torskilin.
2. Kórmakr Ögmundsson-, hann var frá Mel (nú Melstað) í Miðfirði, hann var
hraustmenni, en ekki gæfumaðr. Hann elskaði Steingerði Þorkelsdóttur og orti
um hana margar mansaungsvísur. Af honum er til laung saga sem útgefin er í
Khöfn [með lat. útleggingu], en ekki sem áreiðanlegast; eru þar í margar lausavísur
eptir hann. Kórmakr og Þórgils bróðir hans voru með Hákoni Aðalsteinssyni og
Haraldi Gráfeld; þeir fóru með Haraldi herför til Bjarmalands; aðra herför fóru
þeir til Skotlands og settu þar virki það, er kallaðist Skarðaborg (nú Scarebor-
rough); þar dó Kórmakr af sárum er hann fékk í einvígi. Það sést af Heimskrínglu
í sögu Hákonar góða 16. kap. að Kórmakr hefir ort kvæði um Sigurð Hlaðajarl
Hákonarson, föður Hákonar jarls, það er þar kallað Sigurðardrápa, og er þar tilfært
1 erindi úr henni. Hann orti og kvæði um Hákon jarl Sigurðarson, sem sést af 2
vísuhelmíngum í Snorraeddu bls. 173. 175. [Rask].Til annarshvörs þessakvæðis
heyra 4 vísuhelmíngar eignaðir Kórmaki í Snorraeddu bls. 96. 97. 158. 167; því
hvorttveggja kvæðið er gert með þeim dróttkvæðum hætti, er kallað er hjástœlt.
3. Glúmr Geirason var frá Geirastöðum í Skútustaðahrepp við Mývatn. Honum
var ránglega kendr stuldr; fyrir það illmæli vógu þeir feðgar víg og voru gerðir
burt úr sveitinni, og fluttu þeir sig þá vestr í Breiðafjörð og bjuggu á Geirastöðum