Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 183
Bókmentasaga Islendínga 181
í Króksfirði. Þar kvongaðist Glúmr og var sonr hans Þórðr, er átti Guðrúnu
Ósvífrsdóttur. Glúmr var hreystimaðr mikill, hann sigldi til Noregs og var með
Haraldi Gráfeld og gerðist skáld hans. Hann var með Haraldi í bardaganum í
Storð á Fitjum, 961, þar sem Hákon góði féll móti Gunnhildarsonum, og eptir
bardagann hældist hann um fall Hákonar konungs í vísu einni, er Snorri tilfærir
í sögu Haralds Gráfeldar kap. 1. Glúmr orti lofkvæði um Harald, kallað Gráfeld-
ardrápa, um herfarir hans á Skáni, á Skotlandi, Hjaltlandi, í Gautlandi og
Bjarmalandi, og svo um fall hans í Hálsi í Limafirði (976), og vitnar Snorri til
þeirrar drápu í Heimskrínglu, í sögu Hákonargóða 5. og 10. kap., í sögu Haralds
Gráfelds 2. og 14. kap., og í Ólafs sögu Tryggvasonar 13. og 17. kap. Ur sama
kvæði tilfærir Snorraedda 2 vísuhelmínga bls. 162 og 191.3 Að Glúmr hafi þótt
gott skáld, sést af vitnisburði þeim, er Haraldr konungr Sigurðarson gaf Stúfi
sonarsonar syni Glúms. Konungr spurði Stúf, hvort nokkur skáld væru í ætt hans.
Stúfr svaraði: Glúmr Geirason var lángafi minn. Konungr mælti: Gott skáld ertú,
ef þú yrkir ekki verr en Glúmr. Ekki kveð eg verr en hann, sagði Stúfur.
4. Einar Helgason Skálaglam var frá Breiðafirði. Hann var bróðir Ósvífrs hins
spaka, föður Guðrúnar Ósvífrsdóttur. Einar var þegar á únga aldri mikill og sterkr
og hinn mesti atgjörfismaðr; hann tók að yrkja, þegar er hann var úngr og var
maðr námgjarn. Einar var laungum utanlands með tignum mönnum, hann var
örr maðr og optast félítill, en skörúngr mikill og góðr dreingr. Hann var hirðmaðr
Hákonar jarls Siguðarsonar. Hann var með Hákoni, þegar hann barðist á Hjörún-
gavogi á Sunnmæri við Jómsvíkínga og Sigvalda jarl, árið 995; þá var fátt með
þeim Einari og jarli; þóttist Einar ekki fá þann sóma af Hákoni sem hann var vanr
að hafa, og sýndi sig því líklegan til að hlaupa til Sigvalda í flokk með Jómsvík-
íngum. Þá gaf Hákon jarl honum skálir tvær, það voru miklar gersemar, þær voru
gerðar af brendu silfri og allar gyltar; þar íylgdu 2 met [nú lóð], annað af gulli, en
annað af silfri; á hvorutveggja metinu var gert, sem væri líkneskja; það voru
kallaðir hlutir, og fylgdi þessu náttúra mikil, og til alls þess, er jarl þótti nokkuru
skipta, þá hafði hann þessa hluti. Jarl var því vanr að leggja þessa hluti í skálirnar,
og kvað á hvað hvorr skyldi merkja fyrir honum, og ávalt er hlutir geingu vel, og
sá kom upp er hann vildi, þá var sá hluturinn ókyrr í skálinn i, svo að hann glamraði
við nokkuð. Þessar skálir gaf jarl þá Einari og af því var hann síðan kallaður
Skálaglam. Hann var í Jómsvíkíngaorustu með Hákoni, og orti eina vísu í
bardaganum um eitt orðatiltæki Hákonar, er hann sagði, þá hann sá Þorleif
Skúmu, íslenzkan mann vestan frá Dýrafirði, særðan banasári. Einar orti drápu
um Hákon jarl, er kölluð er Vellekla [af vell=gull og ekla=skortur]; gaf jarl honum
að kvæðislaunum dýrlegan skjöld. Einar fór síðan út til Islands og vingaðist við
Egil Skallagrímsson, og gaf honum skjöldinn jarlsnaut, sem áður er sagt. Einar
drukknaði á Einarsskeri í Selasundi á Breiðafirði (Landn. Fms. 11,158) og kom
skjöldur hans í Skjaldarey, en feldr á Feldarhólm, en skálirnar rak á land í
Skáleyum. Af Velleklu eru tilfærð í Heimskrínglu 18 erindi heil og 4 vísuhelm-
3 Neðanmálr. „Stefið í Gráfeldardrápu, sjá Landn. bls. 233. om. 13. Glúmr hefir og ort um Eirík
blóðöx (f c. 941) Sjá Sn. Ed. bls. 191.“