Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 185
183
Bókmentasaga Islendínga
24), 7) kvæði um Eirík jarl Hákonarson (Fms. 3, 26) 8) Kolfinnuvísur (Fms. 2,
248) og 9) Gríssvísur (Fms. 3, 20).
Hallfreðr vandræðaskáld Óttarsson var fæddur í Grímstúngu í Vatnsdal, og
fóstraðr að Haukagili í sömu sveit. Hann var snemma styrkur að afli en uppi-
vöðslusamur og ósvífinn og ekki vinsæll, margbreytinn í lund. Skáld var hann
þegar á únga aldri. Þegar hann var nærri tvítugr lagði hann hug á Kolfinnu
Avaldadóttur á Hnjúki í Vatnsdal, en vildi þó ekki kvongast, var hún þá gipt
öðrum manni, Grís Semingssyni, urðu af því deilur mildar með þeim Hallfreði
og Grís, og varð að skilja þá, var Hallfreður látinn sigla til Noregs; þar réð þá
Hákon jarl. Færði Hallfreðr honum drápu og varð hirðmaður hans.5 Eptir það
var Hallfreðr nokkur sumur í förum.
Þá kom til ríkis Ólafr Tryggvason; hann bauð Hallfreði að skírast; Hallfreðr
gerði kost á því, ef konungr héldi honum sjálfr undir skírn, og það gerði konungr
og lét síðan kenna honum kristin fræði, en það var þá Credó og Pater noster.
Hallfreðr færði Ólafi konungi kvæði og bað hann hlýða kvæðinu. Konungur
kvaðst ekki vilja hlýða kvæði hans. Þá hét Hallfreðr að hann skyldi u'na niður
fræðum þeim, er konungr hefði látið kenna honum; því að, sagði hann, ekki eru
þau fræði skáldlegri en kvæðið. Þá leyfði konungr honum að flytja kvæðið, það
var drápa og kallaði konungr það gott kvæði og vel ort. Gerðist Hallfreður þá
handgenginn konungi. Um leið gaf konungur honum viðurnefnið Vandræða-
skáld, og að nafnfesti sverð, er hann skyldi varðveita svo í 3 daga og 3 nætur
umgjörðarlaust að eingum yrði mein að, og það gat Hallfreður.
Hallfreðr fór til Danmerkur á fund Sigvalda jarls [Strútharaldssonar] á Skáni,
og færði honum kvæði, er hann hafði ort um hann, það var flokkur. Síðan fór
hann til Gautlands og kvongaðist þar og fékk heiðinnar konu; bjó Hallfreðr þar
2 vetur. Eptir það fór hann aptr til Noregs með konu sína, var hún þá skírð, en
konungur lagði fyrir Hallfreð að yrkja andlegt kvæði til yfirbóta fyrir það, að hann
hefði geingið af trú sinni og átt heiðna konu. Þá orti Hallfreður Uppreistardrápu
(þ. e. kvæði um upprisu Krists) og var það hið bezta kvæði [(nú týnt)].
Hallfreðr fór til Islands um vorið ár 1000, lenti hann þá af nýu í deilum við
Grís út af Kolfinnu, gerði Hallfreðr mannsaungsvísur til Kolfinnu, en orti níðvísur
um Grís; varð út af því mál og Hallfreði stefnt til þíngs. Það sumar eptir þann 5.
September féll Ólafr Tryggvason á Orminum lánga við Svoldr; frétti Hallfreðr fall
konúngs til Islands árið eptir; brá honum þá svo við, að hann sættist við Grís fór
utan samsumars til Noregs og orti þegar drápu um Ólaf konung. Þar réð þá fyrir
landi Eiríkr jarl Hákonarson, hann vildi láta drepa Hallfreð, en sættist að því, að
Hallfreðr orti kvæði um jarl á 3 nóttum. Síðan fór Hallfreðr til Islands, og var í
förum nokkra stund; hann varð aldrei glaður eptir lát Ólafs konungs, og er sagt,
að hann hafi svo mjög unt Ólafi konungi, að eptir fall hans fékk hann vanheilsu
af harmi, þá er honum vannst til dauðadags. Þegar hann var fertugur [að aldri]
fór hann alfari frá Islandi og ætlaði að setjast að í Svíþjóð, en dó á leiðinni í hafi.
5 Svo 281 8vo; í 280 8vo: „Varð Hallfreðr hirðmaðr hans og færði honum drápu.“