Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 186
184
Sveinbjöm Egilsson
Um Hallfreð er til þáttur sér í lagi, sem enn er ei útgefinn, en það mesta af
Hallfreðarsögu finnst í Fornmannasögum 2. og 3. bindi. Drápa hans um jarlana
Hákon og Eirík, flokkurinn um Sigvalda jarl, drápan um Ólaf Svíakonung og
Uppreistardrápan, ekkert af þessu er nú til; þó getur verið að þeir 7 vísuhelmíngar
sem finnast eptir Hallfreð í Snorraeddu bls. 96, 123, 124, 158, 163 og 173 séu
úr drápunni um Eirík jarl. Af Gríssvísum og Kolfinnuvísum eru stöku vísur í
Hallfreðarþætti. Ólafsdrápurnar eru ekki til heilar sér, en allmörg erindi úr báðum
finnast í Fornmannasögum, Heimskrínglu og Fagrskinnu; þar af eru í Heimskrín-
glu 12 heil erindi og 3 vísuhelmíngar, en í Fornmannasögum 2. og 3. bindi 14
heil erindi og 5 vísuhelmíngar. En Ólafsdrápu þeirrar, sem finnst í „Konúngabók
af Bergi ábóta“ í Stokkhólmi [og sem þar er eignuð Hallfreði], er hvergi getið
annarstaðar. Sú drápa er útgefin sem skólaboðsrit, Viðey 1832.
6. Sighvatr skáld Þórðarson var uppi á dögum Ólafs helga og Magnúsar góða.
Þórðr faðir hans var íslenzkr maðr og var kallaðr Sigvaldaskáld, því hann hafði
leingi verið með Sigvalda jarli Strútharaldssyni. Síðan var hann með Þorkeli háva,
bróður Sigvalda; en eptir fall Þorkels á Englandi (Fms. 11, 162) var Þórðr
kaupmaðr. Hann hitti Ólaf konung Haraldsson, þá hann herjaði fyrir vestan haf,
og gerðist hans maðr og fylgdi honum síðan. Sighvatr skáld var sonr Þórðar, hann
var fæddr upp á Apavatni í Grímsnesi. Þegar hann var nærri fullvaxinn sigldi hann
til Noregs 1014 og gerðist hirðmaðr Ólafs konungs helga.
Sighvatr var með Ólafi konungi, þá hann barðist við Svein jarl Hákonarson
fyrir Nesjum á Pálmasunnudag 1015; hafði Ólafr þar sigur, en Sveinn flúði úr
landi. Um þenna bardaga orti Sighvatr þegar um sumarið eprir flokk þann er
Nesjavísur voru kallaðar; það hefir líklega verið 12 vísna flokkur, þar af eru 10
erindi heil og 1 vísuhelmíngur í Heimskrínglu í Ólafs sögu helga,6 en upphaf
Nesjavísna er í Fagrskinnu og Snorraeddu. Sighvatr var ekki hraðmæltr maðr í
sundurlausum orðum, en skáldskapur var honum svo tiltækur, að hann kvað af
túngu fram, svo sem hann mælti annað mál.
Sighvatur fór með Birni, stallara Ólafs konungs, norrænum manni, og Hjalta
Skeggjasyni, íslenzkum manni, til Svíþjóðar, þegar Ólafr konungr sendi Björn ár
1017 á fund Ólafs Svíakonungs (skautkonungs) til að semja frið í milli Noregs-
manna og Svía. Þá orti Sighvatr á leiðinni austr 5 lausavísur.
1019 sendi Ólafr konungr Sighvat í trúnaðarerindum austr á Gautland til
Rögnvalds jarls, og urðu þau erindislok að Ólafr konúngur fékk Ástríðar, dóttur
Ólafs Svíakonungs. Þá orti Sighvatur Austrfararvísur um ferð sína; afþeim eru 19
erindi í Heimskrínglu og Fornmannasögum 4.
Sighvatr var í mestu kærleikum hjá Ólafi konungi og trúnaðarmaðr hans. Hann
réði skírn og nafni Magnúsar, sonar Ólafs konungs, er síðar varð konungr og
kallaðr Magnús góði, og kallaði Sighvatur hann Magnús eptir Karlamagnúsi
keisara. Og þó að konungr reiddist í fyrstu þessu tiltæki Sighvats, þá fann Sighvatr
þó það til málsbóta sér, er konungi líkaði. Ólafur konungur gerði Sighvat stallara
& Á spássíu: I, i Ol. h. Kristj. 1849 bls. 20.