Skáldskaparmál - 01.01.1994, Qupperneq 188
186
Sveinbjöm Egilsson
A heimleið hans frá Rómaborg 1030 gekk hann um þorp nokkurt og heyrði
að einhver bóndi kveinaði mjög, er hann hafði mist konu sína, barði á brjóst sér
og reif af sér klæði, og vildi gjarna deya. Sighvatr hafði þá spurt fall Ólafs konungs;
hann kvað þá:
Fúss læzt maðr er missir
meyjar faðms, at deya;
(keypt er ást, ef eptir
of látinn skal gráta)
en (fullhuginn fellir
flóttstyggr, sá er ann dróttni)
várt torrek Iízt verra
(vígtár) konungs árum.
Sú vísa er flóknari, er hann kvað, þá hann byrjaði Rómferð sína:
Róms lét ek, ok hélt, heima,
hermóðr á för góðri,
gjallar vönd, þann er, gulli,
gaf mér konúngr, vafðan.
Sult, þá er, silfri hjaltat
sverð dyrt7 víðir þverðu
lögðum vopn, en vígðum
vér, ylgjar, staf fylgðum.8
7. Með Ólafi helga var og Óttarsvarti, systurson Sighvats; hann var fýrst skáld
Ólafs Svíakonungs skautkonungs en síðan var hann einn vetr með Knúti ríka og
fór svo9 til Ólafs Noregskon. Óttar hafði ort mansaungsdrápu um Ástríði, dóttur
Ólafs skautkonungs, er þá átti Ólafr helgi; fyrir það lét Ólafr setja hann í
myrkvastofu, en hann leysti sig með því, með ráði Sighvats, að hann breytti
mansaungskvæðinu, en orti lofdrápu um Ólaf konung á 3 nóttum; sú drápa
kallaðist Höfuðlausn. Óttar er í Geisla talinn með höfuðskáldum, og eru til allmörg
erindi eptir hann um Ólaf helga. Hann orti og drápu um Knút ríka, sem kölluð
er Knútsdrápa, þarafer tilfært 1 erindi í Heimskrínglu OH. c. 146, en í Knytlingu
7 erindi og 2 vísuhelmingar. Drápa sem Óttar hefir kveðið um Ólaf skautkonung
var með toglagi; þar af finnast 6 vísuhelmingar í Snorraeddu, bls. 177, 182, 186,
189, 191.
7 Svo l jyrstu; en leiðrétt í „dyn “ ofan línu; ,,dymm(a) " í 281 8to.
8 Skýrtsvo í 281, 8vo\ „Ég lét þann gullivafða vönd heima er hermóður (animosus) konungur gaf
mér og hélt á góðri Róms för (hélt=byrja) (suðurgöngumenn tóku staf og skreppu=poka)
Sverðdymmavíðir (=herm.) þverðu sult ylgjar (=gengu í bardaga) en þá lögðum vér silfri hjaltað
vopn og fylgdum helgum staf. Þverra bæði intr og transt."
9 Setningin „síðan — svo“ er leiðétt. í 280 8vo úr: „er hann dó um vetrinn 1021-2 fór Óttar“.
Síðari setningin stendur í 281 8vo. Leiðréttingin atti því að veragerð efiir að textinn í 281 hefúr
verið lesinn fyrir.