Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 192
190
Sveinbjörn Egilsson
er þú ert svo kvæðafróður maðr. Stúfr var sonr Þórðar kattar, er var á fóstri með
Snorra goða, en Þórður köttur var Þórðarson, Glúmssonar skálds Geirasonar.
Stúfr gerðist handgeinginn Haraldi konungi og var með honum nokkra stund;
hann orti erfidrápu um Harald konung sem kölluð er Stúfsdrápa eða Stúfa. Ur
þeirri drápu eru tilfærð 6 erindi heil og 3 vísuhelmíngar í Fms. 6 b og 1
vísuhelmíngur í Snorraeddu. Af þessum erindum sést, að sú drápa hefir verið
þrídeild Rekstefja.14
[Að endingu vil eg geta eins kvæðis, sem ort var á öndverðum dögum Hákonar
jarls Sigurðarsonar. Það er Húsdrápa sem ort var af Ulji Uggasyni. Svo stóð á að
Ólafur pái Höskuldsson lét gera eldhús í Hjarðarholti meira og betra en menn þá
höfðu áður séð. Þar voru markaðar ágætar sögur á þiljunum og svo á ræfrinu. Var
það svo vel smíðað að þá þókti miklu skrautlegra er ekki voru tjöldin uppi. Þegar
þessi eldaskáli var albúinn, var haldið mannboð allfjölmennt í Hjarðarholti. Þar
var að boði Ulfur Uggason og hafði orkt kvæði um Ólaf pá og um sögur þær er
skrifaðar voru á eldhúsinu og færði hann kvæðið þar að boðinu. Það kvæði var
kallað Húsdrápa og er vel ort og launaði Ólafur vel kvæðið. Svona segir Laxdæla
frá en brot af þessu er til í Snorra Eddu.
I kvæðinu hefir verið lýst myndum þeim sem dregnar voru með litum heldur
en grafnar á ræfri eldaskálans og þil jum. Þessar myndir hafa helst verið eptir sögum
úr hinni fornu goðafræði úr sögunum um Baldur, Þór og Heimdal. Upphaf eða
inngángur kvæðisins er vísuhelmíngurinn í Snorra Eddu bl 100, en niðurlagþess
vísuh. bl 176.
1. Myndirnar um Baldur. Snorra Edda segir á bl 109 Ulfur Uggason hefur
kveðið eptir sögu Baldurs langt skeið í Húsdrápu. A skálanum var gerð tröllkonan
Hyrrokin þarsem hún hrindir fram skipi Baldurs, Hringhorna er goðin vildu
brenna lík Baldurs á, en berserkir Óðins halda hesti þeim er tröllkonan reið. Þetta
er í vísuhelmíngunum á bl 162. Freyr ríður fyrstur að báli Baldurs á geltinum
Gullinbursta bl 104. Óðinn ríður og þángað og fylgja honum Valkyrjur og hrafnar
hans. Vísuh. bl 97.
2. Um viðureign Þórs og Miðgarðsorms. Sagan er sú: að Þór réri með jötninum
Hymi útá haf það er liggur um lönd öll og vildi hefna sín á Miðgarðsorminum.
Hann rendi þar vað og dróg Miðgarðsorm upp að borði. Nú var svo gert á
eldaskálanum að Þór hvessir augun á orminn undir borði (vísuh. b 204) en
ormurinn starir neðan að Þór og blæs eitri (bls. 158 og 178). Þór lýstur höfuð á
Miðgarðsormi í kafi en rekur hnefum við eyra á Hymi jötni (vísuh. bl. 102).
3. Um Heimdal. Heimdalur deilir við Loka hjá Síngasteini um Brísingamen
(men Freyju) og nær meninu (1 heilt erindi bl 106 og bl 105 segir Edda). Ulfur
Uggason kvað í Húsdrápu lánga stund eptir þeirri frásögu; er þess þar getið að
þeir voru í Selalíkjum en frásagan um þetta finnst nú hvergi annars staðar hvorki
í Snorra né Sæmundar Eddu, og úr þessu kvæði eru án efa teknar þær kenningar
Heimdals í Snorra Eddu að hann kallist: tilsækir vogaskers og Síngasteins. Annars
14 Hér stendur á efiir: „(sjá laust biað)“. Kynniþar aS vera átt viS blaS sem eftirfarandi texti úr 281
8vo hejSi staSiS á eSa innskotsblaSiS um Ulf Uggason sem prentaS er hér aSframan.