Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 193
191
Bókmentasaga Íslendínga
er Ulfs Uggasonar ekki getið að öðru en því: að hann átti Járngerði Þórarinsdóttur
korna Grímkelssonar landnámsmanns þess er land nam á Öndverðarnesi undir
Snæfellsjökli.]1,
Fáein orð
um helztu bragarhætti hjá fornmönnum
§. 1. Þeir helztu bragarhættir, sem fyrir koma í sögum, eru þrennskonar: fom-
yrðalag, runhenda og dróttkveðið. Sú er grein milli þessara hátta, að fornyrðalag
hefir höfuðstafi og stuðla, en eingar hendíngar; runhenda hefir höfiiðstafi og
stuðla, og aðalhendíngar í enda vísuorða; dróttkveðið hefir höfuðstafi og stuðla,
en aðalhendíngar og skothendíngar í hverjum vísufjórðungi. Til að skilja þetta,
er fyrst að geta þess, að í norrænum kveðskap hefir ein full vísa reglulega í sér 8
vísuorð. Dæmi, Völundarkviða 25:
Ek bæti svo
brest á gulli,
at feðr þínum
fegri þikkir,
ok mæðr þinni
miklu betri,
ok sjálfri þér
at sama hófi.
Fjögur vísuorð heita vísuhelmíngur, 2 vísuorð vísufjórðúngur. Hver 2 vísuorð
eiga saman að kveðskaparhætti, á þann hátt, að í hverjum 2 vísuorðum finnst einn
stafr í upphafi orðs í síðara vísuorði, kallast sá stafr þar höfuðstafr, sá upphafsstafr
finnst í fyrra vísuorði einu sinni eða tvisvar, og kallast þar stuðull eða stuðlar [séu
þeir tveir]. I vísu þeirri, er til var færð, er b í brest höfuðstafr, b í bæti stuðull;/’í
fegri höfuðstafr, fi feðr stuðull; m í miklu höfuðstafr, m í mœðr stuðull; s í sama
höfuðstafr, s í sjálfri stuðull. Höfuðstafr og stuðull geta líka verið raddarstafir, og
þykir þá betr fara, að sinn raddarstafr sé hver þeirra. Dæmi, Sólarljóð 8: „auð né
heilsu — ræðr eingi maðr“; hér er a [tvíhljóðandinn au\ í auð stuðull og e
[tvíhljóðandinn eí\ í eingi höfuðstafur.
Merk. Höfuðstafir og stuðlar kallast nú hljóðstafir í skáldskap; en af því orðið
hljóðstafr í málfræðinni hefir aðra merkingu, og þýðir þar raddarstafr (vocalis), þá
er skýrra til aðgreiningar að kalla í málfræðinni hljóðstafi en í skáldskaparmálum
Ijóðstafi, eins og Dr. Scheving hefur ráðið til (sjá Rasks Anvisning till Islandskan
eller nordiska fornspráket, Stokkhólmi 1818, bls. 250 í skýringargrein). I háttatali
Snorra og í málslistar ritgjörðunum í Snorraeddu er hljóðstafr eða Ijóðstafr aldrei
haft um ljóðstafi í skáldskap (því staðrinn í ritgjörð Ólafs hvítaskálds bls. 360.
lin. 11—12. er öðruvísi orðaðr í Eddubr. N° 757), heldur kallast ljóðstafir
15 Kajlinn innan homklofa um UlfUggason er tekinn úr281 8vo.