Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 194
192
Sveinbjöm Egilsson
annaðhvort blátt áfram stafir, eða optast sér í lagi höfuðstafir og stuðlar, en stuðlar
kallast stöku sinnum hljóðjyllendr.
§. 2. Höfuðstafir og stuðlar eru aðaleinkenni alls norræns kveðskapar (sjá §. 1,
bls 27) og þeir finnast í öllum bragarháttum norrænum. Auk þessa aðaleinkennis
finnst í sumum bragarháttum sú hljóðsgrein, er Snorra Edda kallar hendíng.
Hendíng heitir hljóðstafr ásamt með þeim samhljóðanda eða samhljóðendum,
sem næst honum gánga og til sama atkvæðis heyra. Hendíng er ekki kallað nema
með tilliti til annarar hendíngar; hafi eitthvert atkvæði sama hljóðstaf og sama
samhljóðanda eða sömu samhljóðendr næst eptir, sem annað atkvæði, þá heita
þær hendíngar aðalhendíngar, og þá er hið fyrra atkvæðið aðalhentvið hið síðara,
og hið síðara við hið fyrra; en sé sinn hljóðstafr í hvoru atkvæðinu, og þó sömu
samhljóðendr, þeir er næst koma eptir, þá heita þau atkvæði skothendíngar, og
atkvæðin eru skothend hvort við annað. Dæmi upp á aðalhendíngar og skothend-
íngar tek eg úr Magnúsarkviðu í Ljóðmælum Jónasar Hallgrímssonar, bls. 84:
Dýrum blóðdreyra,
dörsæfðu fjörvi
opt hafa keyptan
ýtar sigur nýtan
Hér eru atkvæðin dýr, dreyr, og opt, keypt, skothendíngar eða skothent atkvæði,
af því sinn er hljóðstafr í hvoru atkvæðinu (ý, ey, og o, ey), en sömu samhljóðendr,
þeir er næst fylgja eptir (r og r, pt og pí). Atkvæðin dör, fjör og ýt, nýt, eru
aðalhendíngar eða aðalhend atkvæði, af því að [samstafan] ör og ýt er í hvorum
tveimur, þ. e. sömu hljóðstafir (ö, y) og sömu samhljóðendr næst epdr (r, t), en
atkvæðin sjálf greinast einúngis af þeim samhljóðendum, er fyrstir standa í
atkvæðinu; í dör og fjör eru það d og fj; í nýt er það n, en ýt atkvæðið byrjar með
eingan samhljóðanda.
Merk. 1. Hendíngar hafa ýms nöfn, eptir því hvar þær standa í vísuorði, t.d.
viðrhendíngog frumhendíng, en frumhendíng er aptr annaðhvort oddhendíngeða
hluthendíng.
Merk 2: Nú er hendíng kallaðr einn hluti vísu og erindis; það kalla fornmenn
ávallt orðeða vísuorð, en hafa hendíngúávti í þeirri merkíngu, nema ef vera skyldi
í einum stað í Ynglíngasögu 6. kap., þar sem segir um Óðin: „hann mælti allt
hendíngum, svo sem nú er það kveðið, er skáldskapr heitir“.
§. 3. Sá bragarháttr, sem næst geingr daglegu tali, er fornyrðalag. Það er því án
efa hinn elzti bragarháttr. Þar í eru 3 eða 4 samstöfur í vísuorði, einn stuðull í
ójöfnum vísuorðum, og 1 eða tvær stuttar samstöfur á undan höfuðstaf. Dæmi
úr Helga kviðu Hundingsbana 2ri, 36. erindi:
Svá bar Helgi
af hildíngum,
sem ítrskapaðr
askr af þyrni,