Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 195
193
Bókmentasaga Islendínga
eða sá dýrkálfr
döggu slúnginn,
er efri ferr
öllum dýrum,
ok horn glóa
við himin sjálfan.
Stuðlar mega og tveir vera í þessum hætti, og höfuðstafr standa í upphafi
vísuorðs.
Ein grein fornyrðalags er Ljóðaháttr, þar eru 6 vísuorð í erindi, hefir þá 3. og
6. vísuorð 2 stuðla, og heyrir þar einginn höfuðstafr til. Dæmi, Hávamál 46.
erindi.
Ungr var ek forðum,
fór ek einn saman:
þá varð ek villr vega.
Auðigr þóttumz,
er ek annan fann:
maðr er manns gaman.
Öll kvæði í Eddu hinni eldri (Sæmundareddu) eru með fornyrðalagi eða
ljóðahætti.
§. 4. Annar bragarháttur er runhenda. í runhendum hætti eru stundum 1,
stundum 2 stuðlar, og höfuðstafr ýmist í upphafi vísuorðs, eða 1 eða 2 stuttar
samstöfur látnar gánga á undan honum; en hér eru settar 2 aðalhendíngar í enda
vísuorðs, og eiga saman að hendíngum 1 eða 2 eða 4 vísufjórðungar; hvað atkvæða
fjölda snertir, þá eru 4 til 8 samstöfur í vísuorði. Þessi vísuhelmíngur er allur með
sömu runhending (Háttatal Snorra 87).16
Stef skal stæra
stilli mæra,
hróðr dugir hræra,
ok honum færa.
Hér eru tvær aðalhendíngar í báðum vísufjórðungum, og hin sama í báðum,
en samstafan a fylgir hvorri hendíng; því er það kallað runhent.
Stundum er höfð ein aðalhendíng í enda vísuorðs, t. d. í stefinu í Höfuðlausn
Egils Skallagrímssonar:
Orðstír of gat
Eiríkr at þat.
16 Hér er bœtt vifr. „Höfuðl. 20: Bar ek þengils lof, á þagnar rof, kann ek mæla mjöt, á manna sjöt,
or hlátra ham — hróðr ber ek fyrir gram; svá fór þat fram — at flestr of nam.“