Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 196
194
Sveinbjöm Egilsson
°g
Bauð úlfum hræ
Eiríkr of sæ.
Þessi er ein runhenda (Háttalykill 91):
Þiggja kná með gulli glöð
gotna ferð at ræsi mjöð;
drekka lætr hann sveit at sín
silfri skenkt it fagra vín.
Greipum mætir gullin skál;
gumnum sendir Rínar bál
(eigi hittir æðra mann,)
jarla beztr (en skjöldúng þann).
Af runhendum hætti eru fram komin öll rímnalög, vísnalög og sálmalög seinni
tíða, með þeim mun, að fornmenn héldu runhendu ávallt saman í hverjum
vísufjórðungi eða vísuhelmíngi eða um alla vísu, en blönduðu aldrei vísufjórð-
ungum saman, svo að þeir tækju saman 1. og 3. vísuorð eða 2. og 4. að
runhendíngum, einsog opt er gert í seinni kveðskap [og jafnvel finnst það frá
miðri 14. öld t.d. í Ólafsrímu og Skáldhelgarímum]1 t.a.m. Skáldhelgarímur 7,
61:
Segit Maríu sætlegt vers,
súngit af hjarta og munni.
Biðji nú allir bragnar þess,
at blíðr guð oss unni.
Þar á móti kveðr Kolbeinn svo Tumason, er féll í Víðirness bardaga 1208, í
bænavísum sínum:
Heyrðu, himna smiðr,
hvers skáldit biðr!
Komi mjúk til mín
miskunin þín.
Því heiti eg á þik
þú hefir skaptan mik;
Ek em þrællinn þinn,
þú ert drottinn minn.
§. 5. Þriðji bragarhátturinn er dróttkvcett. í dróttkveðnum hætti eru 6 samstöfur
17 Hér er ejtirfarandi vísa tekin út meðsvigurrr. „Eg það heyri, ei til neins / á þig sé, minn drottinn,
kalla; / það eg gjöri því að eins, / það að gjöra sé eg alla.“