Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 197
195
Bókmentasaga Islendínga
reglulega í hverju vísuorði; í jöfnum vísuorðum eru aðalhendíngar og höfðustafr
í upphafi vísuorðs; í ójöfnum vísuorðum skothendíngar og 2 stuðlar, sjá vísur
Sighvats hér að framan. Til eru einstaka lausavísur dróttkveðnar með öllu hend-
íngalausar; einnig er til dróttkveðið kvæði hendíngalaust í ójöfnum vísuorðum,
en í jöfnum vísuorðum skothent, t. d. Jómsvíkíngadrápa [í 11 b Fms.], sá háttr
kallast munnvörp.
Merk. 1) Ein grein af dróttkvæðu er hrynhenda. I hrynhendum hætti eru 8
samstöfur [í vísuorði], en stafasetníng og hendíngar, sem í dróttkveðnum hætti.
Hrynhendr háttr kallast af seinni [tíðar] mönnum Liljulag, af því Lilja er kveðin
með þeim hætti.18
Merk. 2) Önnur grein af dróttkvæðu er toglag. Undir toglagi hefir Jónas
Hallgrímsson ort Magnúsarkviðu, tvítugan flokk. I toglagi eru 4 samstöfur í
vísuorði, eða 5, ef sumar eru stuttar og skjótar; í ójöfnum vísuorðum eru
skothendíngar (stundum hendíngalaust), en í jöfnum vísuorðum aðalhendíngar;
höfuðstafr stendr í upphafi vísuorðs, en 2 stuðlar (stundum einn) í fyrra vísuorði.19
2. Tímabil
frá 1056-1263
Noregskonúngar á þessu tímabili voru
Ólafr kyrri Haraldsson frá
Magnús berfætti Ólafsson
Sigurðr Jórsalafari, Eysteinn og Ólafr Magnússynir
Haraldr Gilli
Ingvi, Sigurðr og Eysteinn Haraldssynir [Gilla]
Hákon herðabreiðr
Magnús Erlíngsson
Sverrir [sonr Sigurðar Haraldssonar]
Hákon Sverrisson, Guttormr Sigurðarson, Ingi Bárðarson
Hákon gamli Hákonarson
1066 til 1093
1093-1103.
1103-1130.
1130-1136.
1136-1161.
1161-1162.
1162-1184.
1184-1202.
1202-1217.
1217-1263.
SæmundrfróðiSigfússon, f. 1056, f 1133. Hann fór utanlands, fyrst til Þýzkalands,
svo til Frakklands til að stunda nám, og var nokkur ár í skóla í París. Jón
Ögmundsson, þá djákn, en síðar 1. byskup á Hólum, hitti Sæmund í París á
ferðum sínum, kannaðist við hann (þeir voru þremenníngar) og hafði hann heim
með sér til íslands [einhverntíma á árunum] 1076—83. Sæmundr settist að í Odda
[á Rángárvöllum], og lét síðar vígjast til prests. Sæmundr var í ráðum með Gissuri
byskupi og Markúsi lögsögumanni Skeggjasyni að koma á tíund á Islandi 1096.
18 Iehdr. er vísaðfram i hdr. meðþessum hatti: (sjá bls. 32, 4) /=„Merk. 2) “].
'9 /280 8vo er niðurlag kaflans tekið út meðsvigum: „Það líkist því dróttkvæðum hætti; og sumir
(t.a. Rask) álíta toglagsem eina grein af dróttkvæðu.“ En í281 8vo erá efiir „skjótar " einfaldlega
sagt: „að öðru leyti er toglag sem dróttkveðið“.