Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 198
196
Sveinbjörn Egilsson
Hann varð með öðrum lærðum mönnum á alþíngi 1121 að sætta þá höfðíngjana,
Þorgils Oddason á Staðarhóli í Saurbæ og Hafliða Másson á Breiðabólstað í
Vestrhópi, þá við sjálft lá, að þeir mundu berjast með stórflokkum á alþíngi; hann
setti Kristinrétt ásamt með þeim byskupum, Þorláki Runólfssyni, 3 Skálholts-
biskupi, og Katli Þorsteinssyni 2. Hólabyskupi, 1123. Þetta er Kristinréttr hinn
eldri, hann er enn til á skinnbókum, og er útgefinn í Kaupmannahöfn. (Kristin-
réttr nýi var lögtekinn 132 árum þar eptir.) Eptir Sæmund er ekkert heilt verk til
í ritum; en mesti fræðimaður og lærdómsmaður hefir hann verið, sem sjá má af
því, sem áðr er á vikið, að hann var í ráðum um tíundargjörðina og Kristinrétt.
Svo var hann sagnafróðr, að Ari Þorgilsson fróði sýndi honum og bar undir álit
hans Islendíngabók sína; Ari vitnar og til Sæmundar um ártalið, þá Ólafr
Tryggvason féll við Svoldr ár 1000. Oddr múnkr vitnar til Sæmundar um
stjórnarár Hákonar Hlaðajarls (Fms. 10, 276), og Landnáma, um það er Nad-
doddr fann Snæland (ísland), Isl. S. 1, 27. Að hann hafi ritað áratal Noregskon-
unga, sést af þessu: Loptr hét sonr Sæmundar, hann fór til Noregs og fekk Þóru,
dóttur Magnúsar berfætta Noregskonungs; þeirra son var Jón Loptsson, er mestr
höfðingi hefir verið og einhver vinsælasti maðr á íslandi, fóstrfaðir Snorra
Sturlusonar. Einhverr ókendr lærðr Íslendíngr hefir ort lofkvæði um Jón Loptsson
og talið þar í ætt hans frá Haraldi Hárfagra; þessi maðr telr í kvæðinu alla
Noregskonúnga allt til Sverris, og segir, hvað mörg ár hver þeirra ríkti og svo frá
afdrifum hvers, og segist fylgja Noregskonúngatali Sæmundar fróða frá Haraldi
hárfagra til Magnúsar góða. Þetta lofkvæði er 83 erindi með fornyrðalagi og
útgefið í Fornmannasögum 10 B. bls. 422-433. Þar segir skáldið í 40. erindi,
eptir það hann hefir sagt frá dauða Magnúsar góða:
Nú hefi ek talt
tíu landreka,
þá er hver var
frá Haraldi;
inta ek svá
æfi þeirra,
sem Sæmundr
sagði hinn fróði.
Þetta kvæði kallast í Fornmannasögum: „Noregskonúngatal, er Sæmundr hinn
fróði orti“ (þ. e. samsetti); því ekki hefir Sæmundr ort kvæðið; það er ort af
ókunnum höfundi, einhvertíma eptir 1184, og fyrir 1197, í lifanda lífi Jóns
Loptssonar.
Að Sæmundr hafi ritað meir, en annála eina, þykir ráða mega af orðum Odds
múnks, er ritaði sögu Ólafs Tryggvasonar á latínu hérumbil 1160; hann segir svo
(Fms. 10, 289) um þíngið á Dragseiði [(í Noregi)]: „Þessa þíngs getr Sæmundr
prestr hinn fróði, er ágætr var að speki, og mælti svá,“ osfrv. [svo kemur frásögn
þíngsins.] Og brátt eptir segir Oddr: „Svá hefir Sæmundr ritað um Ólaf konung
í sinni bók, o.s.fr.“ Kemur þá lángr kafli eptir Sæmund um seiðmanna brennuna.