Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 199
197
Bókmentasaga Islendínga
Líkast þyki mér, að það sem Sæmundr hefir ritað, það hafi hann ritað á latínu, og
þesslegr sýniz blærinn á því, sem Oddr tilfærir eptir honum; og að til þess líti það
sem Snorri Sturluson segir í formála Heimskrínglu, að Ari fróði hafi ritað fyrstur
manna hér á landi að norrœnu máli fræði, bæði forna og nýa.
Við Sæmund er kend hin eldri Edda, og kölluð Sæmundaredda; því alment er
haldið, að hann hafi safnað í eitt kvæðum þeim er finnast í henni. Rök til þessarar
ætlunar manna finnast nú ekki, að eg til veit, í fornritum, sem nú eru til. Af seinni
tíða mönnum er Arngrímr lærði Jónsson frá Melstað (f. 1568, t 1648) sá fyrsti,
sem vitnar þetta og skírskotar til fornrita þeirra, sem nú eru ekki kunnug. Ólafr
Worm, danskr maðr, læknir og mesti lærdómsmaðr (f. 1588, t 1654) skrifaði
Arngrími til ár 1638 (Ol. Vormii Epist. 1,325)20 þessum orðum, en á latínu: „Svo
virðist, sem þú látir Sæmund fróða vera höfúnd að Eddu, þar sem þú þó í
Crymogæu [(ísland)] eignar Eddu Snorra Sturlusyni. Ger svo vel og seg mér
glöggvara, hvað hér um skal halda.“ Hér upp á skrifar Arngrímr honum; „Efasemd
þeirri, sem áleikur um höfund Eddu, held eg megi með öllu hrinda, með því, sem
augljóslega stendr skrifað í fornritum vorum, þannig orðað: „Snorri Sturluson var
á dögum Gunnlaugs múnks; hann (o: Snorri) jók viðþá Eddu sem Sæmundrprestr
hinnfróði hafði áðr samsettS o.s.fr. Hér af kemr það, að Edda finnst eignuð báðum
þeim Sæmundi og Snorra í fornritunum, svo að Sæmundr á upphaf og undirstöðu
hennar, en Snorri hefir aukið hana og lokið henni til fulls.“ Þessi orð hefir
Arngrímr skrifað Wormi til á latínu að undanteknum þeim orðum, sem hann
tilfærir úr fornritunum, þau orð eða sá kafli er á íslenzku. Sama sem Arngrímr,
vitnar og Björn Jónsson á Skarðsá (f. 1574, sama ár sem prentverk var fýrst sett á
Hólum, t 1656). Biskup Brynjólfr Sveinsson (f. 1605, t 1675) fann kálfskinns-
bók af þessari Eddu og gaf hana Friðriki konungi 3. og er því sú kálfskinnsbók
kölluð Konúngsbók (codex regius) og finnst nú í Konúngsbókhlöðunni miklu í
Kaupmannahöfn undir N° 2365 í 4 broti í enu eldra handritasafni. Aður hafði
Brynjólfur látið taka afskrift á skinni af Konúngsbókinni og skrifaði sjálfr framan
á þá bók: Edda Sæmundar hins fróða, og svo nefnir hann hana opt í bréfum sínum
til Ólafs Worms. Konúngsbókin virðist vera skrifuð fyrst á 14. öld. I hana vantar
nokkuð, óvíst hvað mikið.
Eptir inntakinu má skipta Sæmundareddu í 2 flokka: 1) goðakvæði, sem
upplýsa hina eiginlegu goðafræði; þau eru 11: Völuspá, Hávamál, Vafþrúðnismál,
Grímnismál, Alvíssmál, Hýmiskviða, Ægisdrekka, Hamarsheimt, Harbarðsljóð,
Baldrsdraumar (eða Vegtamskviða) og Skírnismál. 2) kappakvæði; þau eru 22:
Rígsmál, Hyndluljóð, Völundarkviða, 3 Helgakviður, 3 Sigurðarkviður, Fofnis-
mál, Sigrdrífúmál, Brynhildarkviða, Helreið Brynhildar, 3 Guðrúnarkviður,
Oddrúnargrátr, Atlakviða, Atlamál, Guðrúnarhvöt, Hamdismál og Grottasaungr.
Af þessum kvæðum eru Baldrsdraumar, Rígsmál, Hyndluljóð og Grottasaungr
ekki á Konúngsbókinni af Sæm. Ed. I Rígsmálum er frá Heimdal leiddr uppruni
þeirra þriggja stétta eða mannflokka, þræla, bænda, jarla. Hyndluljóð telja fram
20 Á spássíu: „Sciagr. 19:10-3“.