Skáldskaparmál - 01.01.1994, Qupperneq 201
199
Bókmentasaga Islendínga
Íslendíngabókar hinnar minni, sem vér nú höfum. Hann segir: „íslendingabók
gorða ek fyrst byskopum orum Þorláki ok Katli (sjá bls. 36) ok sýndak bæði þeim
ok Sæmundi presti. En með því at þeim líkaði svo at hafa eða þar viðr auka, þá
skrifaða ek þessa of et sama far, fyr utan áttartolo ok konúnga æfi, ok jók því, er
mér varð síðan kunnara, ok nú er gerr sagt á þessi, en á þeirri.“ Þessu stærra verki
lýsir Heimskríngla þannig í formálanum: ,Ari hinn fróði Þorgilsson Gellissonar
ritaði fyrstr manna hér á landi at norrænu máli fræði bæði forna ok nýa; ritaði
hann mest í upphafi bókar sinnar um Islands bygð ok lagasetníng; síðan frá
lögsogumönnum, hversu leingi hverr hafði sagt, ok hafði þat áratal fyrst til þess
er kristni kom á Island, en síðan allt til sinna daga; hann tók þar ok við mörg
önnur dæmi, bæði konúnga æfi í Noregi og Danmörk, ok svo á Englandi, eðr
stórtíðindi, er gjörz höfðu hér á landi. Hann ritaði, sem hann sjálfr segir, æfi
Noregs konúnga eptir sögn Odds Kolssonar Hallsonar af Síðu; en Oddr nam af
Þorgeiri Afráðskoll, þeim manni, er vitr var, ok svo gamall, at hann bjó þá undir
Niðarnesi, er Hákon jarl enn ríki var drepinn." Sama má skilja af Heimskrínglu
Snorra Sturlusonar í sögu Ólafs helga 189. kap. þegar Snorri fer að segja frá
uppreisn Þrænda móti Ólafi og frá flótta hans úr landi til Svíþjóðar og Garðaríkis,
þá fer hann þeim orðum um ríkisstjórnarár Ólafs konungs: „Ólafr konúngr hafði
þá verið konúngr í Noregi 15 vetr, með þeim vetri, er þeir Sveinn jarl voru báðir
í landi, og þessum er nú um hríð hefir verið frá sagt, ok þá var liðinn um jól fram,
er hann lét skip sín ok gekk á land upp, sem nú var sagt. Þessa grein konúngdóms
hans ritaði fyrst Ari prestr Þorgilsson hinn fróði, er bæði var sannsögull, minnigr,
ok svo gamall maðr, að hann mundi þá menn ok hafði sögur af haft, er þeir voru
svo gamlir, at fyrir aldrs sakir máttu muna þessi tíðindi, svo sem hann hefir sjálfr
sagt í sínum bókum, ok nefnda þá menn til, er hann hafði fræði af numit. En hitt
er alþýðu sögn, at Ólafr væri 15 vetr konúngr yfir Noregi, áðr hann féll; en þeir
er svo segja, þá telja þeir Sveini jarli til ríkis þann vetr, er hann var síðast í landi;
því at Ólafr var síðan 15 vetr konúngr, svo at hann lifði.“
Þetta stærra verk er nú ekki til sérstakt; það hefir líklega verið hagnýtt af seinni
sagnariturum, bæði í ættartölum og tímatali, svo og í söguatburðum þeim er
viðkomu Noregi eða Danmörku. Það, sem þar í hefir verið sagt frá landnámi og
landnámsmönnum íslands og ættartölum þeirra, hefir seinna verið tekið inn í
Landnámabók þá, sem nú er svo kölluð, og skírskotað til þess í ýmsum sögum.
Til vitnisburðar Ara er skírskotað í Landnámu, Njálssögu, Laxdælasögu, Eyr-
byggjasögu, víða í Heimskringlu og öðrum Noregskonúngasögum, í Kristni sögu,
sögu Páls byskups, og í sögu Jóns byskups helga Ögmundssonar, bæði um ættartal,
áratal og söguatburði; og eptir vitnisburði margra handrita er Gunnlaugs saga
Ormstungu samantekin og skrifuð eptir fyrirsögn hans, og skinnbókin í hinni
Konúnglegu bókhlöðu í Stokkhómi hefir þessa fyrirsögn Gunnlaugs sögu: „Saga
þeirra Hrafns ok Gunnlaugs Ormstúngu, eptir því sem sagt hefir Ari prestur enn
fróði Þorgilsson, er mestr fræðimaðr hefir verið á Islandi á landnámssögur ok
forna fræði.“