Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 202
200
Sveinbjörn Egilsson
Um letrslist Íslendínga. Meðan menn þelcktu hér ekki annað letr, en rúnaletr, var
fátt skrifað. Ulfljótslög, samantekin hér um bil 927, voru ekki skrifuð; menn
kunnu þau utan að. Með kristniboðinu, frá 980-1000, innleiddu klerkar latínu-
letr, þ. e. múnkaletr það, er þá var tíðkanlegt í latínskum tíðabókum katólskum
á helgra manna sögum, prédikunum og öðru þesskonar. Það elzta, sem ritað hefir
verið, var án efa messubækur eða tíðabækur á latínu og helgar þýðingar (þ.e.
íslenzkar útleggíngar af katólskum ræðum og prédikunum, helgra manna sögum
o.s.fr.). Þóroddi rúnameistaraogArafróða(f. 1067,11148) erþaðeignað í Snorra
Eddu bls. 160 [[274]], að þeir hafi hagað latínustafrófinu samkvæmt eðli íslenskr-
ar túngu; en þetta stafróf ætla eg nú ekki til vera. Sumarið 1117, það fyrsta sumar
er Bergþór Rafnsson hafði lögsögu, var það nýmæli gert í lögréttu á alþíngi að
íslenzk lög skyldi skrifa á bók hjá Hafliða Márssyni um vetrinn eptir, að sögu og
umráði Bergþórs og annara spakra manna, er til þess voru teknir. Það varð
framgengt, að um vetrinn 1117—18 varskrifaðr Vígslóði (sá þáttr Grágásar hinnar
íslenzku, er gerir um vígaferli) og mart annað í lögum; var það sagt upp af
kennimönnum í lögréttu sumarið eptir 1118, og lögtekið. Gerir Grágás ráð fyrir,
að fleiri afskriptir kynnu að verða teknar af lögunum, því hún ákveðr að ef skrám
(þ.e. afskriptum) manna bæri á milli, þá skyldi það ráða, sem stæði á skrá Hafliða
Mássonar. 5 árum síðar var saminn og lögtekinn Kristinréttr eldri, og sjálfsagt
skrásettr. Einhver lærðr maðr skömmu eptir daga Ara fróða (á að gizka á miðri
12. öld) hefir aukið og fullkomnað stafróf þeirra Þóroddar og Ara; því stafrófi er
greinilega lýst í 1. staffræðinni í Snorraeddu frá bls. 160-169 [[275-288]]. Þessi
ókunni rithöfúndr getr um, að þá hafi hér á landi ekki til verið skrifað annað en
lög, ættartölur, helgar þýðíngar og sögubækr Ara fróða, sjá bls. 1611. 5-17. Hann
tekr svo til orða á bls 276: „til þess að hægra verði að rita ok lesa, sem nú tíðiz ok
á þessu landi, bæði lög ok áttvísi eða þýðíngar helgar, eða svá þau hin spaklegu
fræði, er Ari Þorgilsson hefir á bækr sett af skynsamlegu viti, þá hefir ek ok ritað
oss Íslendíngum stafróf, bæði latínustöfum öllum, þeim er mér þótti gegna til
vors máls vel, svá at réttræðir mættu verða, ok þeim öðrum, er mér þótti í þurfa
at vera, en or váru teknir þeir, er eigi gegna atkvæðum várrar túngu; or eru teknir
samhljóðendr nokkurir or latínustafrófi, en nokkurir ígjörvir; raddarstafir eru
öngvir or teknir, en ígjörvir mjög margir.“ Af þessum stað sést, að á miðri 12. öld,
eða skömmu eptir miðja 12. öld, þektu menn ei önnur sögurit, en Ara fróða.
Kemr þetta og heim við það, sem stendr f Fornmannasögum 4 bindi bls. 4, þar
svo segir: „Það var meir enn tvö hundruð vetra tólfræð, er ísland var bygt, áðr
menn tæki hér sögur at rita, og var þat laung æfi.“ Geri maðr, að ísland hafi numið
verið af Ingólfi ár 874, og leggi þar við tvö hundruð tólfræð (=240 ár), þá verða
það 1114 ár eptir íslands bygð; en Ari fróði hefir ritað íslendingabók sína milli
áranna 1122 og 1133, þ. e. 8 til 19 árum yfir tvö hundruð vetra tólfræða eptir
landnám Ingólfs.21
21 í280 8vo stendur hír: „Einar Skúlason bls.“ Það sem á eftir kemur um Einar er á blöðum sem
skotið er inn milli bls. 68 og 69.