Skáldskaparmál - 01.01.1994, Qupperneq 204
202
Sveinbjöm Egilsson
aðrir; það var sama árið, sem Ari fróði dó, og árið eptir hefir Einar prestr farið
héðan af landi til Danmerkr eða Noregs.
Þessar stundir var ekki friðlegt í Noregi. Björgvinarmenn vildu ekki hafa Sigurð
Slembidjákn til konungs yfir sér og ráku hann burt; tóku Norðmenn þá til
konunga sonu 2 Haralds Gilla, Sigurð er kallaðr var munnr og Inga, þeir voru
báðir börn að aldri, höfðu sína hirð hvor, og réðu ráðgjafar með þeim. Sigurðr
Slembidjákn tók Magnús blinda úr klaustrinu í Niðarhólmi, reisti flokk og gerði
hinar mestu óspektir í Noregi landshorna á milli, rænti og drap menn; hann var
mesti hreystimaðr, hermaðr og atgjörfismaðr. Þeir bræðr Haraldssynir lögðust um
síðir á eitt, og unnu sigr yfir Sigurði Slembidjákn og Magnúsi blinda 1139 við
Hólminn Grá í Báhúsléni; þar féll Magnús, en Sigurðr var handtekinn og píndr
til dauða af óvinum sínum, þeim er harma sinna áttu að reka á honum. Um Sigurð
Slembidjákn hefir ort íslenzkur maðr, vitr og ættstór, ívar Ingimundarson; er lengi
hafði verið með Eysteini konungi Magnússyni, bróður Sigurðar Jórsalafara; það
kvæði kallast Sigurðarbálkr, og er með fornyrðalagi; af þeirri kviðu koma fýrir
rúm 40 erindi í Morkinskinnu; segir Ivar í kvæðinu frá öllum ferðum Sigurðar
Slembidjákn, hervirkjum, ránum og vígum innanlands. Hann segir svo frá falli
Magnúsar blinda:
Flugu hundruðum
herstefnu til
sárgögl um sjá
sveita at drekka;
eyddu oddar
jöfúrs fulltrúum,
morþ miklaþiz
þá er Magnús féll.
En um líflát Sigurðar segir ívar:
Það tel ek illa,
er jöfur scyldi
kynstór koma
í kvalar slíkar;
tecur Sigurþi
síþan engi
maþr rösqvari
um meþalkafla.
1142 kom Eysteinn Haraldsson, bróðir Sigurðar og Inga, frá Skotlandi til
Noregs, og var tekinn til konungs, og fekk þriðjúng ríkis, var Ingi konungr þá 7
vetra, Sigurðr 9, en Eysteinn fulltíða, voru þá 3 konungar i Noregi og 3 hirðir, og
urðu opt greinir í milli þeirra hirðmannanna.
1149 hefir Einar farið til Noregs, og það ár eða 1150 til Danmerkr; hann fann