Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 205
203
Bókmentasaga Islendínga
Svein Danakonúng svíðanda, son Eiríks eymuna, og flutti honum kvæði, en hann
fekk engin laun fyrir af konungi. Þá kvað Einar vísu þessa:
Ekki hlaut af ítrum
Einar gjafa Sveini
(öld lofar öðlíngs mildi
æðrustyggs) fyrir kvæði.
Danskr harri metr dýrra
(dugir miðlúng þat) fiðlur
(ræðr fyrir ræsis auði
Rípa Ulfr) ok pípur.
Þetta kvæði [Einars] er [nú] ekki til. Þá fór Einar til hirðar þeirra bræðra
Sigurðar munns og Eysteins Haraldssona, og var hann með þeim, meðan þeir
lifðu.
Sigurðr konungr var munnljótr, en allra manna snjallastr í máli; þess getr Einar
í vísu um Sigurð konung:
Svá er, sem Rauma ræsir
reiðorðr tölur greiðir,
(rausn viðr gramr), sem gumnar
(glaðmæltr) þegi aðrir.
Sigurðr munnr var faðir Sverris konungs. Eysteinn konungr var mikill vin
Einars prests. Eptir tilmælum Eysteins konungs orti Einar Skúlason Geisla, sem
og kallast Vattardrápa og Ólafsdrápa, það er lofkvæði um Ólaf konung helga, er
dýrkaðr var í Noregi og víðar, sem heilagr maðr og einkum [álitinn] bjargvættr
Norðmanna. Tilefni til þessa kvæðis eru þau, að ár 1130 kom frá Miklagarði
Norðmaður einn, Indriði úngi; hann hafði leingi verið á mála í Væríngja liði.
Indriði sagði frá Miklagarði það sem mönnum þótti stórum tíðindum sæta, að
Ólafr konungr helgi hefði gert þar 2 jarteiknir; ein, að í Miklagarði hefði
undarlega22 fundizt sverðið Hneitir, er Ólafr hafði haft á Stiklastöðum, og önnur,
að Væringjar hefðu unnið frægan sigr fyrir hjálp Ólafs konungs. Þótti mönnum
þetta svo mikil tíðindi, að Eysteinn konungr bað Einar Skúlason, sem þá var
hirðskáld hans, að yrkja Ólafs drápu. Nú voru um sama leiti teknar til að rísa
misldíðir millum þeirra bræðra, og sendi því Páfinn í Róm Nikulás Kardínála til
Noregs; hann sætti þá bræðr 1152 og lét eptir þeim að Erkibyskupsstóll skyldi
vera í Niðarósi; var Jón Birgisson, byskup í Stafángri, þá vígðr sama ár; hann var
hinn fyrsti Erkibyskup í Noregi, en áðr höfðu byskupar í Noregi verið lýðskyldir
undir Erkibiskupinn í Lundi í Danmörk. Við þessa erkibiskupsvígslu voru til
staðar allir 3 konungarnir, Erkibyskup og fjöldi Norðmanna, og þá flutti Einar
Skúlason Ólafsdrápuna í Krists kirkju í Niðarósi, og getr í kvæðinu allra konung-
22 Orðið „undarlega “ er ritað ofan línu og ekki fiillljóst með hvaða orði það á að standa.