Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 206
204
Sveinbjöm Egilsson
anna og Jóns erkibiskups; þar getr og, auk annara jarteikna, þeirra tveggja, er
Indriði úngi sagði, og er Indriði nefndr þar. í útgáfunum er Geisli 68 erindi, en
Jón Sigurðsson alþíngismaðr fann 3 erindi að auki í Konúngabók Bergs ábóta í
bókhlöðu Svíakonungs í Stokkhólmi, svo eg held, að drápan sé nú öll til. Þau 68
erindi eru útgefin bæði í Heimskringlu og Fornmannasögum 5 b.
Deilurnar milli bræðranna hættu ekki, þó Kardínáli hefði sætt þá. Sigurðr
munnr var drepinn af mönnum Inga konungs í Björgvin 1155, gerði Einar þá 3
vísur, sem Fagrskinna tilfærir og segir Einar í 1. erindinu, að Ingi konungur var
ekki valdr að drápi bróður síns; í 2. erindinu, að það var Gregoríus Dagsson, er
lét bera merki út móti Sigurði konungi; og í 3. erindinu, að ekki mundi svo hafa
farið, ef Eysteinn konungur hefði verið við. 1157 vann Ingi sigr yfir Eysteini, og
var Eysteinn drepinn á flótta af mönnum Inga. Um Eystein orti Einar lofkvæði í
runhendum hætti; þaraf eru til 7 erindi heil og 3 vísuhelmíngar. Eptir fall Eysteins
hefir Einar farið til Gregoríusar Dagssonar, hann var ráðgjafi og landvarnarmaðr
Inga konungs og mikill vin Islendínga, mesti hreystimaðr og fullhugi. Hann vann
tvisvar sigr 1158 yfir Hákoni herðabreið, syni Sigurðar munns, í Konungahellu
og við Hýsíng. Um það orti Einar Elfarvísur. En 1161 fellu þeir báðir Gregoríus
og íngi móti Hákoni herðabreið. Eptir það hefir Einar líldega farið til íslands,
hefir hann þá og verið farinn að eldast. Að Einar hafi verið talinn með höfuð-
skáldum má ráða af því að í Snorraeddu er vitnað til hans ekki sjaldnar en 40
sinnum.
Snorri Sturluson (f. 1178, t 1241). Snorri var sonr Sturlu Þórðarsonar er bjó í
Hvammi í Laxárdal og alment er kallaðr Hvammsturla, höfðíngi mikill og ofstopi.
Synir Hvammsturlu voru þeir Þórðr Sturluson, Sighvatr Sturluson og Snorri
Sturluson; synir Þórðar Sturlusonar voru þeir Böðvar [Þórðarson], Ólafur hvíta-
skáld og Sturla [Þórðarson]; sonr Sighvats Sturlusonar var Sturla Sighvatsson og
Þórðr kakali; synir Snorra Sturlusonar voru þeir Órækja Snorrason og Jón murti;
sonr Böðvars Þórðarsonar var Þórgils Skarði. Allir þessir kölluðust Sturlúngar og
[flestir þeirra] keptust um að verða ríkastir menn og mestu höfðingjar á íslandi á
13. öld, og heitir sú öld Sturlúngaöld, urðu þá miklar deilur milli höfðingja,
flokkadrættir og bardagar stórir, og lyktaði með því að Noregskonungar feingu
vald yfir landinu. Sturlúngar voru tengdir og vinguðust við höfðíngja í Norður-
landi, svosem við Kolbein Tumason, og bróðurson hans, Kolbein únga Arnórsson;
voru þeir svo skyldir að Kolbeinn Tumason var 5. maðr frá Þorsteini, syni Snorra
goða á Helgafelli, en Sturlusynir voru í 5ta lið frá Haldóri, syni Snorra goða.
Nú er að segja frá uppvexti Snorra Sturlusonar. Arfaþrætumál mikið reis upp
milli Hvammsturlu og Páls prests Sölvasonar í Reykholti, það kallaðist Deildar-
túngumál, og varð úr því kappdeila mikil; var því máli að lyktum skotið til gjörðar
Jóns Loptssonar í Odda, og samdi hann málið svo á alþíngi, að báðum líkaði,
bauð þá Jón Loptsson Sturlu barnfóstr, og tók Snorra son hans með sér austr að
Odda. Þetta gerðist 1181, og var Snorri þá þrívetr. Snorri var 16 ár í Odda hjá
Jóni Loptssyni, þar til Jón andaðist 1197. 1199 kvongaðist Snorri og fékk