Skáldskaparmál - 01.01.1994, Qupperneq 207
205
Bókmentasaga Íslendínga
Herdísar, dóttur Bersa prests hins auðga frá Borg á Mýrum, hún átti 8 hundruð
hundraða; þann arf tók Snorri, þá Bersi dó 1201; reisti hann þá bú á Borg, og bjó
þar nokkra vetr;23 því næst tók hann undir sig Reykholt með kænsku, fékk
heimildir af næstu erfíngjum, og samdi við Magnús prest, er þar bjó að hann gæfi
upp staðinn við sig; fór Snorri þá búi sínu í Reykholt, gjörðist þá höfðíngi mikill
því ei skorti fé til, var hann hinn mesti fjárgæzlumaðr og fjöllyndur. Snorri haíði
mikið mannaforráð og fjölmennti opt til þíngs; hann tók undir sig fé Jórunnar
auðgu á Gufunesi og deildi um það fé á alþíngi 1210, reið hann þá til þíngs með
600 manna, og voru 80 manna í liði hans alskjaldaðir; hafði hann virðíng afþeim
málum og gekk þá mest virðíng hans við hér á landi; hann gerðist gott skáld, hann
var og hagr á allt sem hann tók höndum til og hafði hinar beztu forsagnir á öllu
því er gera skyldi. 1224 gerði Hallveig Ormsdóttir helmíngafélag við Snorra, og
fór til bús með honum. Hallveig var dóttir Orms Jónssonar Loptssonar Sæmund-
arsonar fróða; hún var féríkust þeirra kvenna er þá voru á íslandi; hafði Snorri þá
meira fé, en nokkur maðr annar á Islandi.
Mannaforráð það, er í ætt hafði gengið frá Snorra goða, kallaðist Snorrúnga-
goðorð; það erfðagoðorð tók Sighvatr Sturluson eptir Hvammsturlu, og gaf það
Sturlu syni sínum. Til þessa goðorðs gerðu þeir tilkall bræður, Þórðr og Snorri
Sturlusynir, á alþíngi 1226 og árið eptir tók Þórðr Sturluson upp Snorrúngagoð-
orð, og skiptu þeir Snorri með sér goðorðinu; urðu af því hinar mestu deilur með
þeim frændum.
Snorri sigldi tvisvar til Noregs, fyrst 1218 og var þar 2 vetr, fekk hann miklar
virðingar af Hákoni konungi gamla og Skúla jarli, varð hann skutulsveinn þeirra,
en konungur gaf honum lends manns nafn. Þá afstýrði Snorri herför þeirri er
konungur og jarl ætluðu að fara til íslands til að hefna ráns, er Íslendíngar höfðu
rænt norræna menn í Vestmanneyum; þá talaði Skúli jarl í fyrsta sinn um, að
Snorri skyldi koma landinu undir konung, en engu kom Snorri til leiðar við
landsmenn, enda flutti hann lítt það mál.
Annað sinn sigldi Snorri 1237 sökum yfirgángs Sturlu Sighvatssonar og þeirra
feðga; var Snorri 2 vetur í Niðarósi; þá hafði Skúli jarl áðr fengið hertoganafn af
konungi, og var þá sem mest mögnuð uppreisn hans í gegn Hákoni konungi;
bannaði Hákon konungur þá þeim Snorra útför til íslands, en þeir fóru ei að síður
um vorið 1239. En sama ár sumarið eptir lét Skúli gefa sér konungsnafn á Eyrum,
og hóf beran ófrið móti konungi. Bað konungur þá Gissur jarl Þorvaldsson, er
verið hafði dótturmaðr Snorra, að koma Snorra utan aptr eða drepa hann að
öðrum kosti. Gissur hafði flokk uppi og fór að Snorra í Reykholt 1241, og var
Snorri þar handtekinn og drepinn. Snorri hafði lengi verið lögsögumaðr á íslandi.
Verk Snorra eru bæði kvæði, og í sundurlausri ræðu Heimskríngla24 og Edda
hin ýngri. Um sagnarit Snorra getr Sturlúnga í 5. þætti, bls. 123 þannig: „Þetta
sumar eptir (o: 1230) var kyrt og friðr á landinu. Snorri reið ei til þíngs og lét
23 „til 1208“ bœtt við ofan Itnu.
24 NeSanmáls. „Fjórum sinnum vitnað til Snorra í Ol.Tr., Fms 2. 3. b.“