Skáldskaparmál - 01.01.1994, Qupperneq 208
206
Sveinbjörn Egilsson
Styrmi hinn fróða ríða með lögsögu. Nú tók að batna með þeim Snorra og Sturlu
(Sighvatssyni) og var Sturla opt í Reykjaholti. Sturla lagði mikinn hug á að láta
rita sögubækr eptir bókum þeim, er Snorri setti saman.“ Um hið sama geta og
hinir svo kölluðu styttri Annalar sem ritaðir eru fyrir 1400, þar segir svo: ,Armo
1241, andlát Snorra Sturlusonar í Reykholti. Hann var vitr maðr og margfróðr,
höfðíngi mikill og slægvitr. Hann kom fyrstr manna eignum undir konung hér á
landi, sem var Bessastaðir og Eyvindarstaðir. Hann samsetti Eddu og margar aðrar
fræðibækr og íslenzkar sögur. Hann var veginn í Reykholti af mönnum Gissurar
jarls.“
Heimskríngla inniheldr, fyrst Ynglíngasögu, þá sögu Hálfdánar svarta, síðan
sögur Noregs konúnga frá Haraldi hárfagra til Magnúsar Erlíngssonar. Ekki er
það svo að skilja, að Snorri hafi tekið þessar sögur saman að upphafi; [hann var
ofseint á tímum og of mikill veraldarmaður til þess.j hann hefir heldr safnað þeim
saman í eitt, og valið úr eldri sögum það sem honum hefir þókt merkilegast og
sögulegast [eins og líka verkið sjálft ber með sérj. Fyrir framan Heimskrínglu er
formáli; honum má skipta í tvent: a) um sannindi og undirstöðu sagna, teljast
þar til frásögur fróðra manna, ættartölur og fornkvæði; þenna kafla formálans
held eg tekinn vera úr ritum Ara fróða. b) um Ara fróða, hinn fyrsta íslenzka
sagnaritara, þann kafla hefir Snorri sjálfr tekið saman. Líklegt þyki mér líka, að
Ari eigi meira hlutann af Ynglíngasögu, sem mestmegnis er bygð á Ýnglíngatali
því, er Þjóðólfr hinn Hvínverski, norrænt skáld, kvað um Harald hárfagra. I
Frísbók (sjá Frump. ísl. túngu, Kh. 1846, form. bls. 3-7) stendr líka sú fyrirsögn
næst á eptir formálanum á 2. bls. fyrra dálki: „Hér hefr upp konúngabók eptir
sögu Ara prestz fróða, oc hefr furst um þriðjúngaskipti heimsins, en síðan frá
öllum Noregskonúngum." Þá kemur næst eptir „Kríngla heimsins, sú er mann-
fólkit byggvir, er mjög vágskorin,“ o.s.fr. Af þessum upphafsorðum Ynglíngasögu
hefir allt verkið [seinna meir] verið kallað Heimskríngla; en í fyrirsögninni í
Frísbók er það kallað Konúngabók.
Um Snorraeddu. Að Snorri hafi samantekið Eddu þá sem við hann er kend, þar
til benda hinir styttri Annalar, sem áðr eru nefndir (bls. 54).25 Ljósara er þetta
framsett í fyrirsögninni fyrir Snorraeddu þeirri, sem finnst í Uppsölum í Svíaríki
á skinnbók þeirri sem alment kallast Uppsalaedda. Fyrirsögnin er þannig: „Bók
þessi heitir Edda, hana hevir samansetta Snorri Sturluson eptir þeim hætd, sem
hér er skipat, er fyrst frá Asum ok Ými, þarnæst skáldskaparmál ok heiti margra
hluta, síðast háttatal, er Snorri hefir ort um Hákon konung ok Skúla hertuga.“
Og í skinnbókarbroti af Snorraeddu,26 no 748 sem er lítið ýngra en Konungsbókin
af Sæmundareddu, stendr í fyrirsögn um kenníngar: „Upp hefr skáldskaplegar
kenníngar, eptir því sem fundiz hefir í kvæðum höfuðskálda ok Snorri hefir síðan
samanfært ok sett.“ Af Snorraeddu eru til 3 aðalbækr: kálfskinnsbókin góða N°
25 Neðanmáls-. „Að hún sé rituð fyrir 1277, sést afSn. Ed. 171:20-21, því 1277 „gafMagnús kgr
lagabætir lendum mm baróna nöfn ok herra, en skutilsveinum riddaranöfn ok herra“ (A. bps.
s. bls. 33:10-11.“
2^ /281 8vo erþetta leiðrétt í: „Uppsalabók og í skinnbókarbrotinú*.